Fyrirspurnir
Með þessari aðgerð er hægt að gera fyrirspurn um tilteknar kröfur og getur notandinn afmarkað sig m.a. á bunka, greiðanda og tímabil. Notandinn getur svo hakað við Sýna niðurstöður til að opna sér glugga með lista yfir þær kröfur sem falla innan afmörkunar. Jafnframt er hægt að nota þessa aðgerð til að skrá áfallin gjöld á tilteknar kröfur með því að haka við Skrá áfallin gjöld á kröfur.