Greiðsluháttur / innheimtuaðili
Til að innheimtur skili sér rétt inn í Innheimtukerfi þarf að ganga frá tengingum við viðskiptamenn eða viðskiptamenn og viðskiptareikning ef um sveitarfélag er að ræða.
Greiðsluháttur er stilltur á hvern viðskiptamann og þegar sölureikningur er gerður flæðir greiðsluhátturinn frá viðskiptamanni yfir í sölureikning. Einnig er hægt að skilgreina greiðsluhátt beint á sölureikningi áður en hann er bókaður.
Við gerð kröfukerslu eru sóttar þær færslur sem tilheyra þeim innheimtuaðila sem er tengdur við greiðsluháttinn.
Reitur | Skýring |
Greiðsluháttur | Hér er settur sá greiðsluháttur sem á að tengja við innheimtuaðilann. |
Innheimtuaðili | Innheimtuaðili viðkomandi greiðsluháttar. |
Lýsing | Frekari lýsing fyrir notanda. |
Sleppa í kröfukeyrslu | Haka í þennan reit ef sleppa á kröfum úr kröfukeyrslu sem uppfylla skráningu í viðkomandi línu. |
Stofna kröfu við bókun | Haka í þennan reit ef kröfur eiga að stofnast sjálfkrafa fyrir reikninga með þennan greiðsluhátt. Þessu reitur birtist þegar hakað er að stofna kröfur sjálfkrafa í Stofngögnum. |
Senda kröfur sjálfvirkt | Haka í þennan reit ef senda á kröfur sjálfvirkt í banka fyrir þennan greiðsluhátt. Þessu reitur birtist þegar hakað er í sjálfvirka sendingu í Stofngögnum. |