Greiðslusamningar
Hægt er að stofna greiðslusamning út frá viðskiptamannafærslum eða kröfum. Hér er listi yfir alla greiðslusamninga sem stofnaðir hafa verið í kerfinu.
Kröfur eru stofnaðar með nokkrum gjalddögum og sendar í bankann.
Til að stofna nýjan samning er smellt á hnappinn Nýtt og í haus samningsins er Viðskiptavinur valinn. Smellt er á hnappinn Velja færslur til að finna þær færslur sem fara eiga í samninginn.
Til að stofna gjalddaga er smellt á Uppskipting og þar er valinn fyrsti gjalddagi, fjöldi greiðslna og regla útreiknings (lengd tímabils milli gjalddaga). Svo er smellt á Loka. Næst er smellt á Staðfesta til að staðfesta samninginn. Hægra megin í upplýsingakassa er hægt að finna upplýsingar um samninginn. Staðan þar breytist í Virk þegar búið er að staðfesta samninginn.
Að lokum er farið í Stofna kröfu, til að stofna innheimtukröfur út frá samningi og senda kröfu í bankann.
Þessir valmöguleikar eru allir til undir Aðgerðir auk þess sem þar er hægt að Prenta Samning.
Undir Tengt er hægt að velja um að Breyta stöðu samnings í Skráning, Staðfest, Greidd og Loka samning. Þar er líka hægt að Opna kröfu.
Hnappur | Skýring |
---|---|
Velja færslur | Finna þær færslur sem fara eiga í samninginn. |
Uppskipting | Skipta færslum upp í nokkra gjalddaga. Skilgreina fyrsta gjalddaga, fjölda gjalddaga og tímabil milli gjalddaga. |
Staðfesta | Staðfesta samninginn. |
Stofna kröfu | Stofna innheimtukröfur út frá gerðum samningi og samkvæmt þeirri uppskiptingu sem hefur verið skilgreind. |
Aðgerðir | Í aðgerðum eru sömu valmöguleikar og listaðir eru hér að ofan en til viðbótar er þar líka hægt að velja að Prenta samning. |
Tengt | Hér er hægt að Velja samning > Breyta stöðu samnings og einnig hægt að Opna kröfu, en þá opnast kröfuspjald fyrir fyrstu kröfu greiðslusamningsins. |