Innheimtukerfi Wise gerir fyrirtækjum kleift að innheimta viðskiptakröfur með einföldum hætti ásamt því að ná góðri yfirsýn yfir innheimtuferlið í heild.  Hægt er að velja á milli mismunandi innheimtuleiða s.s. bankakröfur, boðgreiðslur, greiðslusamninga eða milliinnheimtu.  Mikill vinnusparnaður er t.d. þegar greiðslur eru lesnar inn þá bókast þær á viðskiptamann og jafnast á móti reikningi kröfunnar sem er verið að greiða, vextir og innheimtukostnaður bókast sjálfkrafa á fyrirfram skilgreinda reikninga. 

Í Hlutverk Innheimtukerfis eru allar aðgerðir kerfisins ásamt tengdum aðgerðum aðgengilegar á einum stað.

Í þessari handbók er gengið út frá því að hlutverk Innheimtukerfisins sé notað þegar unnið er í kerfinu. Allar aðgerðir eru þó líka aðgengilegar út frá valmynd BC kerfisins og út frá leit.
Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Innheimtukerfi Wise en það er gert undir Mínar stillingar (Alt+T)

Hlutverk Innheimtukerfis skiptist í tvö megin svæði. Efst er að finna aðgang í helstu aðgerðir og þar fyrir neðan er að finna upplýsingakassa.  Fyrstu tveir kassarnir sýna ósendar ógildingar og ósendar kröfur en hinir þrír sýna kröfur á eindaga og kröfur sem eru komnar fram yfir eindaga. Ef innheimtuaðili fyrir milliinnheimtu er uppsettur birtast einnig kassar fyrir þær kröfur.