Skip to main content
Skip table of contents

Innheimtukerfisgrunnur

Innheimtugrunnur sem er undir Stjórnun.  Í Innheimtukerfisgrunni eru setta upp ýmsar stillingar fyrir Innheimtukerfið.
Þessi uppsetning er sett upp af þjónustuaðila í samráði við notanda.


Reitir

Skýring

Færa eindaga ef lendir á helgi

Kerfið færir eindaga yfir á virkan dag ef hann lendir á helgi.

Grunndagatal frídaga

Hér er valið það grunndagatal sem unnið er með í kerfinu til að finna frídaga aðra en helgar.

Lágmarksaldur kröfuhafa

Ef lágmarksaldur er tilgreindur þá kannar kerfið útfrá kennitölu hvort lágmarksaldri hafi verið náð til að mega stofna innheimtukröfu.

Tegund kröfustofnunar

Hér er hægt að velja tegund kröfutegundar.

Númeraröð kröfukeyrslu

Hér er valin sú númeraröð sem á að nota fyrir kröfukeyrslur.

Sjálfg. innheimtuaðaili

Ef þessi reitur er útfylltur þá stingur kerfið ávallt upp á viðkomandi innheimtuaðila við stofnun krafna og innlestrar á greiðslum.

Stofna kröfur við bókun

Ef hak er á þessu þá stofnast kröfur sjálfvirkt við bókun á sölureikningum.

Skilaboð þegar krafa er sjálfkrafa stofnuð

Segir til um hvort skilaboð séu sýnileg þegar krafa hefur verið stofnuð sjálfkrafa við bókun.

Teg. kröfukeyrslu við bókun

Segir til um í hvaða kröfukeyrslu kerfið setur kröfur sem það stofnar sjálfkrafa. Hér eru valkostirnir Föst keyrsla, Ný keyrsla ef búið er að senda, Ný keyrsla pr. viku og Ný keyrsla pr. mánuð.

Kröfukeyrsla sölureikninga

Ef hakað er í reitinn Stofna kröfu við bóku og valið Föst keyrsla úr lista í reitnum Teg.kröfukeyrslu við bókun þá er krafa sjálfkrafa búin til í þá kröfukeyrslu sem tilgreind er í þessum reit.

Númeraröð greiðslusamninga

Hér er valin númeraröð sem nota skal þegar nýr greiðslusamningur er stofnaður.

Sjálfgefin kröfukeyrsla

Hér valin númeraröð sem nota skal þegar kröfur eru stofnaðar handvirkt út frá völdum viðskiptamannafærslu


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.