Skip to main content
Skip table of contents

Kröfulisti

Til að finna og skoða ákveðna kröfu er farið í Kröfur > Kröfulisti úr aðalvalmynd Innheimtukerfisins. Þar er hægt að finna allar kröfur sem gerðar hafa verið í kerfinu og hægt að framkvæma allar aðgerðir sem eiga við kröfu eftir að hún hefur verið stofnuð.

Hægt er að velja Afmarkanir og skoða allar kröfur, ógreiddar eða vanskilakröfur.

Mögulegar Aðgerðir á kröfum: Uppfæra kröfu, senda kröfu, fella niður kröfu og opna/breyta.

Í valmöguleikinn Krafa er hægt að prenta seðil, uppreikna stöðu og skoða samskiptasögu.

Hægt er að velja ákv. kröfur og senda í milliinnheimtu.

Einnig er hægt að velja Opna í Excel.

Í Tengt er hægt að skoða reikninga sem eru á bak við kröfuna, viðskiptamann, viðskiptamannafærslur og kröfufærslu.




Til að skoða kröfur er ein valin úr listanum og smellt á númer kröfunnar, þá birtist spjald fyrir valda kröfu.

Í haus undir Almennt er hægt að finna ýtarlegar upplýsingar um kröfuna, ef farið er í kröfulínur þá er hægt að sjá t.d. hvaða fylgiskjal er á bak við kröfuna. Neðar er hægt að finna fleiri upplýsingar sem tengjast kröfunni svo sem eins og hvort hún var felld niður, farin í milliinnheimtu og fleira.
Hægra megin er hægt að sjá upplýsingar um t.d. áfallinn kostnað, en áður þarf að hafa verið búið að fara í Aðgerðir banka í Kröfulisti og Uppfæra kröfu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.