Til að senda kröfur/kröfukeyrslu í banka er valin sú kröfukeyrsla sem á að vinna með. Birtist þá myndin hér fyrir neðan. Á efri hluta myndar eru upplýsingar um kröfukeyrsluna undir Almennt en í neðri hluta þær kröfur sem í henni eru, Kröfukeyrsla - undirgluggi. Neðst er hægt að finna Viðbókarupplýsingar um kröfuna.



Hægra megin í glugganum má sjá upplýsingareiti fyrir kröfukeyrsluna og einstaka kröfur sem í henni eru. Stikan skiptist í þrennt:

  • Kröfukeyrsla - Upplýsingar og aðgerðir sem eiga við kröfukeyrsluna í heild.
  • Ósendar kröfur - Fjöldi krafna breyttar eða ógildar sem ekki er búið að senda í bankann.
  • Krafa - Upplýsingar og aðgerðir sem eiga við einstaka kröfu eða nokkrar í senn.

Hægt er að bláma eina línu til að sjá upplýsingar um hana.