Hægt er að láta innheimtukerfið senda kröfur sjálfkrafa. Til þess þarf að stofna aðgerð í Verkröð. Þetta er aðgerð nr. 10003026 – Automatically send claims.

Einnig þarf að stilla ákveðinn reit í stofngögnum. Þetta er reiturinn "Senda kröfur sjálfvirkt" og er hann undir hópnum Annað.
 


Við það að haka í þennan reit verður annar reitur sýnilegur í glugganum Greiðsluháttur / Innheimtuaðili.
Þetta er reiturinn Senda kröfur sjálfvirkt. Það þarf að haka í þennan reit fyrir þá innheimtuaðila sem senda á sjálfvirkt í bankann.


Annað: Gott er að hafa í huga hvernig sjálfvirkar kröfusendingar virka. Þegar krafa er mynduð og ef það er hakað við að senda sjálfvirkt, þá stofnar kerfið línu í töflu 10003034 – INN Automatic Process list. NAS keyrslan fer síðan í gegnum allar þær línur sem ekki hafa verið sendar í þessum lista og sendir í viðkomandi banka.
Hægt er að sjá þennan lista með því að velja Stjórnun > Sjálfvirkar kröfusendingar.

Ef kröfur fara að safnast hérna upp, bendir margt til þess að upp hafi komið villa við að senda þær í bankann og best sé að skoða verkröðina. Ef upp hefur komið villa er hægt að handvirkt senda kröfur úr þessum lista eða eyða út.