Skip to main content
Skip table of contents

Sjálfvirk sending á kröfum

Hægt er að láta innheimtukerfið senda kröfur sjálfkrafa. Til þess þarf að stofna aðgerð í Verkröð. Þetta er aðgerð nr. 10003026 – Automatically send claims.

Einnig þarf að stilla ákveðinn reit í stofngögnum. Þetta er reiturinn "Senda kröfur sjálfvirkt" og er hann undir hópnum Annað.
 


Við það að haka í þennan reit verður annar reitur sýnilegur í glugganum Greiðsluháttur / Innheimtuaðili.
Þetta er reiturinn Senda kröfur sjálfvirkt. Það þarf að haka í þennan reit fyrir þá innheimtuaðila sem senda á sjálfvirkt í bankann.


Annað: Gott er að hafa í huga hvernig sjálfvirkar kröfusendingar virka. Þegar krafa er mynduð og ef það er hakað við að senda sjálfvirkt, þá stofnar kerfið línu í töflu 10003034 – INN Automatic Process list. NAS keyrslan fer síðan í gegnum allar þær línur sem ekki hafa verið sendar í þessum lista og sendir í viðkomandi banka.
Hægt er að sjá þennan lista með því að velja Stjórnun > Sjálfvirkar kröfusendingar.

Ef kröfur fara að safnast hérna upp, bendir margt til þess að upp hafi komið villa við að senda þær í bankann og best sé að skoða verkröðina. Ef upp hefur komið villa er hægt að handvirkt senda kröfur úr þessum lista eða eyða út.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.