Skip to main content
Skip table of contents

Sjálfvirk stofnun á kröfum

Með ákveðinni stillingu þá er hægt að láta kerfið mynda kröfur sjálfkrafa þegar sölureikningur er bókaður.
Í stofngögnum Innheimtukerfisins þarf að merkja við eftirfarandi reiti.

  • Stofna kröfu við bókun: Segir til um hvort krafa sé stofnuð við bókun á sölureikning.

  • Skilaboð þegar krafa er stofnuð: Tilgreinir hvort sýna skuli skilaboð um að krafa hafi verið stofnuð sjálfkrafa.

  • Tegund kröfukeyrslu við bókun : Tilgreinir hvernig kröfur eru stofnaðar í kröfukeyrslu.

    • Föst keyrsla: Þá er valin kröfukeyrsla í reitinn Kröfukeyrsla sölureikninga og munu allar kröfur sem stofnaðar eru sjálfvirkt fara í þá kröfukeyrslu.

    • Ný keyrsla ef búið er að senda: Þá er alltaf stofnuð ný keyrsla þegar búið er að senda kröfurnar sem eru í viðkomandi keyrslu í bankann.

    • Ný keyrsla per viku: Alltaf er stofnuð ný keyrsla í hverri viku (mánudagur).

    • Ný keyrsla per mánuð: Alltaf er stofnuð ný keyrsla hvern mánuð.

  • Kröfukeyrsla sölureikninga : Tilgreinir númer kröfukeyrslu sem stofna á kröfur sjálfvirkt í ef valið er Föst keyrsla í reitinn Tegund kröfukeyrslu við bókun.


Að lokum þarf síðan að stilla í glugganum Greiðsluháttur / Innheimtuaðili að stofna eigi kröfu sjálfkrafa þegar reikningur er bókaður á þennan ákveðna greiðsluháttarkóða.



JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.