Sjálfvirkur innlestur á greiðslum
Þessi aðgerð sækir og les inn innborganir frá banka, setur í inngreiðslubók og bókar sjálfkrafa.
Til þess að virka þessa aðgerð þarf að skrá aðgerð 10003038 – INN Automatic Import Payments í Verkröð.
Í flestum tilfellum er þessi aðgerð keyrð einu sinni að morgni alla virka daga NEMA mánudaga, því innborganir helgarinnar eru færðar á mánudaga og lesnar inn með því.
Breyta þarf stöðunni á verkröðinni í Tilbúið svo hún keyri.
Næst þarf að merkja við ákveðinn reit í stofngögnum Innheimtukerfisins. Þetta er reiturinn Sjálfvirkur innlestur greiðsla og er undir hópnum Annað.
Að lokum þarf að skilgreina fyrir hvaða innheimtuaðila á að lesa inn greiðslu. Það er gert með því að velja aðgerðina Greiðslur í valborða í uppsetningaglugga Innheimtukerfisins.
Hér er síðan skráðir inn þeir innheimtuaðilar sem kerfið sækir greiðslur fyrir. Röðun skiptir ekki öllu máli, en það er mikilvægt að haka í dálkinn Virk. Sjálfvirknikeyrslan keyrir aðeins fyrir virkar línur.