Skip to main content
Skip table of contents

Stofnun innheimtuaðila

Byrja þarf á að stofna og skilgreina innheimtuaðila, tengja þá við stofnanir og þá viðskiptaflokka sem innheimta á. Viðskiptaflokkar eru eingöngu notaðir í sveitafélögum.
Innheimtuaðili er tenging auðkennis banka á innheimtu hvers greiðsluháttar og viðskiptaflokks og skilgreining á meðferð hvers auðkennis í banka. Til að stofna nýjan innheimtuaðila er smellt á hnappinn Nýtt.

Uppsetningaraðstoð kerfisins getur einnig verið notuð til að setja upp fyrsta innheimtuaðilann.



Reitur

Skýring

Kóti

Stutt heiti innheimtuaðila.

Tegund aðila

Getur verið:

  • Kröfupottur - Notað fyrir greiðsluseðla.

  • Milliinnheimta - Notað fyrir vanskilainnheimtu.

  • Boðgreiðsla - Valitor og Borgun boðgreiðslur.

  • Fruminnheimta - Notað ef innheimtufyrirtæki annast innheimtu að fullu. A-Gíró fyrir A-gíróseðla.

Tegund útprentunar

Þessi skráning tengist stofngögnum en þar eru skýrslur tengdar tegund útprentunar.

Getur verið:

  • Greiðsluseðill - Greiðsluseðill prentaður.

  • A-Gíró - A-gíróseðill prentaður.

  • Reikningur - Reikningur án seðils.

  • Annað - T.d. greiðsluseðlar sendir í Offset.

  • Engin útprentun - Sleppa prentun.

Stofnun

Getur verið: td. Landsbanki, Arion banki, Íslandsbanki, sparisjóðirnir, Momentum, Motus, Inkasso, Kvika, Borgun, Valitor.
Sú stofnun sem hér er valin ræður því hvaða samskiptaform er valið í gagnaflutningum milli aðila.

Ósendar kröfur

Sýnir fjölda krafna á hvern innheimtuaðila sem búið er að stofna en hafa ekki verið sendar.

Ósendar ógildingar

Sýnir fjölda krafna sem hafa verið afturkallaðar í bókhaldinu en á eftir að senda í banka.

Kennitala kröfuaðila

Hér verður að skrá kennitölu eiganda kröfu.

Lýsing

Lýsandi heiti inniheimtuaðila.

Bankanúmer

Númer þess banka sem innheimtan er vistuð hjá.

Höfuðbók

Höfuðbókarnúmer reiknings sem greiðsla er lögð inn á.

Númer bankareiknings

Númer þess reiknings sem greiðsla er lögð inn á.

Tenging við vefþjónustu

Hér þarf að hafa hak í ef notast er við tengingu sambankakerfisins.

Sjálfgefin samskiptaaðferð

Nafn vefþjónustunnar sem hafa skal samskipti við.

Tengist innheimtuaðila

Tilgreinir annan innheimtuaðila sem tengist þessum. T.d. er hægt að láta greiðslur lesast inn fyrir annan innheimtuaðila þegar búið er að lesa inn fyrir þennan.

Tengjast með öðrum innheimtuaðila

Tilgreinir annan innheimtuaðila sem verður notaður til að tengjast í gegnum. Upplýsingar, svosem notendanafn, lykilorð og vefþjónusta er sótt frá þeim innheimtuaðila.

Auðkenni

Tilgreinir hvaða auðkenni er uppsett fyrir þennan innheimtuaðila.


Hnappur

Skýring

Nýtt

Hér er smellt til að stofna nýjan innheimtuaðila. Notandi er beðinn um að skrá Kóta innheimtuaðila og við það verður til ný lína í töflunni innheimtuaðilar.

Eyða

Eyðir völdum innheimtuaðila, þ.e. þeirri línu sem bendillinn er staddur í.

Breyta lista

Hér þarf að smella til að geta breytt línum í listanum.

Uppsetning

Nánari uppsetning innheimtuaðila.

Vefþjónustur

Hér er sett upp vefþjónusta við banka fyrir valinn innheimtuaðila.

Stofna nýjan innheimtuaðila

Opnar uppsetningaraðstoð til að stofna nýjan innheimtuaðila.

Afrita innheimtuaðila

Aðgerðin afritar uppsetningu innheimtuaðila. Notandi er beðinn um að slá inn nýjan kóta og mun nýi innheimtuaðilinn vera með nákvæmlega sömu uppsetningu og sá sem var afritaður.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.