Stofnun innheimtuaðila
Byrja þarf á að stofna og skilgreina innheimtuaðila, tengja þá við stofnanir og þá viðskiptaflokka sem innheimta á. Viðskiptaflokkar eru eingöngu notaðir í sveitafélögum.
Innheimtuaðili er tenging auðkennis banka á innheimtu hvers greiðsluháttar og viðskiptaflokks og skilgreining á meðferð hvers auðkennis í banka. Til að stofna nýjan innheimtuaðila er smellt á hnappinn Nýtt.
Uppsetningaraðstoð kerfisins getur einnig verið notuð til að setja upp fyrsta innheimtuaðilann.
Reitur | Skýring |
---|---|
Kóti | Stutt heiti innheimtuaðila. |
Tegund aðila | Getur verið:
|
Tegund útprentunar | Þessi skráning tengist stofngögnum en þar eru skýrslur tengdar tegund útprentunar. Getur verið:
|
Stofnun | Getur verið: td. Landsbanki, Arion banki, Íslandsbanki, sparisjóðirnir, Momentum, Motus, Inkasso, Kvika, Borgun, Valitor. |
Ósendar kröfur | Sýnir fjölda krafna á hvern innheimtuaðila sem búið er að stofna en hafa ekki verið sendar. |
Ósendar ógildingar | Sýnir fjölda krafna sem hafa verið afturkallaðar í bókhaldinu en á eftir að senda í banka. |
Kennitala kröfuaðila | Hér verður að skrá kennitölu eiganda kröfu. |
Lýsing | Lýsandi heiti inniheimtuaðila. |
Bankanúmer | Númer þess banka sem innheimtan er vistuð hjá. |
Höfuðbók | Höfuðbókarnúmer reiknings sem greiðsla er lögð inn á. |
Númer bankareiknings | Númer þess reiknings sem greiðsla er lögð inn á. |
Tenging við vefþjónustu | Hér þarf að hafa hak í ef notast er við tengingu sambankakerfisins. |
Sjálfgefin samskiptaaðferð | Nafn vefþjónustunnar sem hafa skal samskipti við. |
Tengist innheimtuaðila | Tilgreinir annan innheimtuaðila sem tengist þessum. T.d. er hægt að láta greiðslur lesast inn fyrir annan innheimtuaðila þegar búið er að lesa inn fyrir þennan. |
Tengjast með öðrum innheimtuaðila | Tilgreinir annan innheimtuaðila sem verður notaður til að tengjast í gegnum. Upplýsingar, svosem notendanafn, lykilorð og vefþjónusta er sótt frá þeim innheimtuaðila. |
Auðkenni | Tilgreinir hvaða auðkenni er uppsett fyrir þennan innheimtuaðila. |
Hnappur | Skýring |
---|---|
Nýtt | Hér er smellt til að stofna nýjan innheimtuaðila. Notandi er beðinn um að skrá Kóta innheimtuaðila og við það verður til ný lína í töflunni innheimtuaðilar. |
Eyða | Eyðir völdum innheimtuaðila, þ.e. þeirri línu sem bendillinn er staddur í. |
Breyta lista | Hér þarf að smella til að geta breytt línum í listanum. |
Uppsetning | Nánari uppsetning innheimtuaðila. |
Vefþjónustur | Hér er sett upp vefþjónusta við banka fyrir valinn innheimtuaðila. |
Stofna nýjan innheimtuaðila | Opnar uppsetningaraðstoð til að stofna nýjan innheimtuaðila. |
Afrita innheimtuaðila | Aðgerðin afritar uppsetningu innheimtuaðila. Notandi er beðinn um að slá inn nýjan kóta og mun nýi innheimtuaðilinn vera með nákvæmlega sömu uppsetningu og sá sem var afritaður. |