Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning innheimtuaðila

Þegar búið er að stofna innheimtuaðila þarf að setja upp aðrar forsendur fyrir hann. Farið er í hnappinn Uppsetning fyrir hvern og einn aðila til að fylla út aðrar forsendur.

Hér eru skráð atriði sem eiga við kröfur almennt óháð tegund aðila.

Reitur

Skýring

Númeraröð krafna

Stofna þarf númeraseríu fyrir hverja tegund innheimtuaðila. Númerasería skal innihalda 6 tölustafi.

Afrita kröfu við ógildingu

Ef hakað er hér við og krafa er ógild þá er spurt hvort stofna eigi nýja á annan innheimtuaðila.

Uppsetning tilvísunarnúmers

Hér á að velja Kröfunúmer nema ef um A-gíró er að ræða þá er valið Kennitala

Fjöldi krafna í bunka

Hversu margar kröfur eru settar saman í einn bunka sem sendur er í banka. Mismunandi eftir bönkum hversu margar kröfur geta verið í einum bunka en yfirleitt er gott að miða við 500.

Tilheyrir innheimtuaðila

Stofnun

Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila.

Bankanr.

Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila.

Tegund aðila

Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila.

Teg. Útprentunar:

Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila.

Ógilding kröfu

Ógilda kröfu við jöfnun

Ef hakað er í reitinn Ógilda kröfu við jöfnun er eftirfarandi athugað þegar greiðsla er bókuð í færslubók:

  • Er verið að jafna á móti færslu?

  • Ef svo, er þá viðkomandi jöfnunarfærsla inn á virkri kröfu í Innheimtukerfinu.

  • Ef svo, er framkvæmt eftir vali í reitunum fyrir ógildingu kröfu.

Spyrja um ógildingu við jöfnun

Ef þetta er valið kemur upp staðfestingar gluggi þar sem notandi þarf að staðfesta hvort það eigi að ógilda kröfuna við jöfnun.

Bara ógilda ef jöfnuð að fullu

Viðeigandi innheimtukrafa er aðeins merkt ógild ef jöfnuð greiðsla er jafnhá eða hærri en innheimtukrafan.

Lækka kröfu ef jöfnuð að hluta

Viðeigandi innheimtukrafa er lækkuð ef innbókuð greiðsla er lægri en kröfuupphæðin. Athugið að til þess að þetta virki þarf líka að vera hakað í reitinn Bara ógilda ef jöfnuð að fullu.

Gengiskrafa

Gengiskrafa er krafa sem bundin er í erlendri mynt og reiknast upp við greiðslu hjá gjaldkera miðað við það gengi sem er í gildi annað hvort á greiðsludegi eða gjalddaga. Við greiðslu er krafan uppreiknuð og til þess notaðar upplýsingar í reitnum Gengistegund, Mynt, Gengisbanki og Gengiskóði. Upphæð kröfunnar er greidd í íslenskri mynt. Gengiskrafa er ekki notuð í sveitafélögum.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.