Uppsetning innheimtuaðila
Þegar búið er að stofna innheimtuaðila þarf að setja upp aðrar forsendur fyrir hann. Farið er í hnappinn Uppsetning fyrir hvern og einn aðila til að fylla út aðrar forsendur.
Hér eru skráð atriði sem eiga við kröfur almennt óháð tegund aðila.
Reitur | Skýring |
Númeraröð krafna | Stofna þarf númeraseríu fyrir hverja tegund innheimtuaðila. Númerasería skal innihalda 6 tölustafi. |
Afrita kröfu við ógildingu | Ef hakað er hér við og krafa er ógild þá er spurt hvort stofna eigi nýja á annan innheimtuaðila. |
Uppsetning tilvísunarnúmers | Hér á að velja Kröfunúmer nema ef um A-gíró er að ræða þá er valið Kennitala |
Fjöldi krafna í bunka | Hversu margar kröfur eru settar saman í einn bunka sem sendur er í banka. Mismunandi eftir bönkum hversu margar kröfur geta verið í einum bunka en yfirleitt er gott að miða við 500. |
Tilheyrir innheimtuaðila | |
Stofnun | Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila. |
Bankanr. | Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila. |
Tegund aðila | Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila. |
Teg. Útprentunar: | Fyllt sjálfkrafa út. Tekið af spjaldi innheimtuaðila. |
Ógilding kröfu | |
Ógilda kröfu við jöfnun | Ef hakað er í reitinn Ógilda kröfu við jöfnun er eftirfarandi athugað þegar greiðsla er bókuð í færslubók:
|
Spyrja um ógildingu við jöfnun | Ef þetta er valið kemur upp staðfestingar gluggi þar sem notandi þarf að staðfesta hvort það eigi að ógilda kröfuna við jöfnun. |
Bara ógilda ef jöfnuð að fullu | Viðeigandi innheimtukrafa er aðeins merkt ógild ef jöfnuð greiðsla er jafnhá eða hærri en innheimtukrafan. |
Lækka kröfu ef jöfnuð að hluta | Viðeigandi innheimtukrafa er lækkuð ef innbókuð greiðsla er lægri en kröfuupphæðin. Athugið að til þess að þetta virki þarf líka að vera hakað í reitinn Bara ógilda ef jöfnuð að fullu. |
Gengiskrafa | Gengiskrafa er krafa sem bundin er í erlendri mynt og reiknast upp við greiðslu hjá gjaldkera miðað við það gengi sem er í gildi annað hvort á greiðsludegi eða gjalddaga. Við greiðslu er krafan uppreiknuð og til þess notaðar upplýsingar í reitnum Gengistegund, Mynt, Gengisbanki og Gengiskóði. Upphæð kröfunnar er greidd í íslenskri mynt. Gengiskrafa er ekki notuð í sveitafélögum. |