Uppsetning
Sé ekki búið að setja upp innheimtukerfið er hægt að nota uppsetningaraðstoð til að einfalda uppsetninguna.
Fyrsta skrefið er að fara í Stjórnun og velja þar Innheimtukerfisgrunnur.
Hafi kerfið ekki þegar verið sett upp býður kerfið notandanum að keyrða Uppsetningaraðstoð.
Uppsetningaraðstoðin setur inn algengustu stillingar og stofnar fyrsta innheimtuaðilann (GRS).
Til að hefjast handa er smellt á Áfram. Í öllu ferlinu er hægt að smella á Til baka ef þú vilt breyta einhverju í fyrri skrefum.
Velja þarf eina tegund af innheimtuaðila, algengast er IOBS. Uppsetningaraðstoðin stofnar fyrsta innheimtuaðilann en viðbúið er að stofna þurfi fleiri á seinni stigum.
Síðan er smellt á Áfram.
Hér þarf að velja hvaða fjármálastofnun á að tengjast með fyrsta innheimtuaðilanum.
Kerfið tryggir að réttar slóðir séu settar upp fyrir vefþjónusturnar. Síðan er smellt á Áfram.
Næst þarf að velja hvort stofna eigi nýjan innheimtuaðila eða velja einhvern sem þegar hefur verið stofnaður.
Ef valið er að stofna nýjan mun hann heita GRS. Ef valið er að nota innheimtuaðila sem þegar er til þá er hægt að velja hann úr listanum fyrir neðan.
Síðan er smellt á Áfram.
Hér þarf að velja notandann sem mun nota innheimtuaðilann og setja inn notendanafn og lykilorð frá bankanum.
Síðan er smellt á Áfram.
Hér þarf að slá inn ýmsar viðbótarupplýsingar fyrir innheimtuaðilann. Þessar upplýsingar ættir þú að hafa fengið frá bankanum.
Ef valið er Stofna sniðmát og keyrslu, þá stofnar kerfið sniðmátið inngreiðslu fyrir inngreiðslubækur og inngreiðslubækurnar, GRS og vextir sem verða notaðar til að bóka innborganir í kerfinu.
Síðan er smellt á Áfram.
Hér þarf að skilgreina upplýsingar fyrir Wise API vefþjónustuna. Þessar upplýsingar ættir þú að fá frá Wise.
Einnig er í lagi að skilja þetta eftir tómt og gera þessa uppsetningu síðar.
Síðan er smellt á Áfram.
Hér þarf að velja greiðsluháttinn sem er tengdur við innheimtuaðilann. Einnig er valið hvort kröfur eigi að stofnast við bókun á reikningum.
Sé þetta valið munu kröfur stofnast sjálfkrafa fyrir reikninga með greiðsluháttinn GRS þegar þeir eru bókaðir.
Þá er uppsetningunni lokið, smellt er á Ljúka svo uppsetningin sé vistuð og kláruð.
Ef þú vilt breyta einhverju sem var sett upp er hægt að smella á Til baka.