Wise vefþjónusta
Vefþjónustuslóð kemur sjálfkrafa inn sem : https://wiseapi.wise-cloud.com/bcwebapi/
Þessi vefþjónusta þarf aðgangslykil sem Wise úthlutar.
Þegar nýr lykill er skráður inn í reitinn Einkenni aðgangs, tengist kerfið sjálfkrafa inn á Wise API vefþjónustuna.
Við það kemur upp þessi gluggi.
Hér er valið Leyfa alltaf og síðan smellt á Í lagi.
Í BC17 og nýrri útgáfum er skilríkin lesin inn á einum stað í Innheimtukerfinu og aðeins búnaðarskilríki eru leyfð.
Upplýsingar um skilríki eru skráð í Skilríki fyrir innri vefþjónustur.
Áður en hægt er að tengja skilríki í Business Central þarf að vera búið að vista þau á tölvu notenda. Því næst er að smella á hnappinn með punktunum 3 (við hliðina á Skilríki) til að lesa inn skilríkin.
Hökum í reitinn Lesa inn skilríki og síðan Í lagi.
Veljum skilríkin þar sem þau voru vistuð.
Ef skilríkin voru lesin inn og eru til staðar, þá færist sleðinn til hægri. Síðan er lykilorðið fyrir skilríkin skráð inn í reitinn Lykilorð, þetta er s.s. sama lykilorð og var notað þegar skilríkjunum var export-að í MMC.
Þegar búið er að skrá inn lykilorðið, fer fram ákveðin skoðun á skilríkjunum og ef allt er í lagi þá koma tilbaka upplýsingar um skilríkin ásamt gildistíma.
Næsta skref er síðan að virkja aðgerðirnar sem eru í glugganum neðst. Það er gert með því að haka í reitinn Aðgerð virk . Ef allt er rétt uppsett kemur sjálfkrafa hak í reitinn Tenging í lagi.
Ef allt hefur verið rétt skráð ætti formið að líta c.a. svona út. Þó svo að dagsetningar og upplýsingar um skilríki verða mismunandi eftir viðskiptavinum.