Skip to main content
Skip table of contents

Wise vefþjónusta

Vefþjónustuslóð kemur sjálfkrafa inn sem : https://wiseapi.wise-cloud.com/bcwebapi/

Þessi vefþjónusta þarf aðgangslykil sem Wise úthlutar.

Þegar nýr lykill er skráður inn í reitinn Einkenni aðgangs, tengist kerfið sjálfkrafa inn á Wise API vefþjónustuna.

Við það kemur upp þessi gluggi.

Hér er valið Leyfa alltaf og síðan smellt á Í lagi.

Í BC17 og nýrri útgáfum er skilríkin lesin inn á einum stað í Innheimtukerfinu og aðeins búnaðarskilríki eru leyfð.

Upplýsingar um skilríki eru skráð í Skilríki fyrir innri vefþjónustur.

Áður en hægt er að tengja skilríki í Business Central þarf að vera búið að vista þau á tölvu notenda. Því næst er að smella á hnappinn með punktunum 3 (við hliðina á Skilríki) til að lesa inn skilríkin.

Hökum í reitinn Lesa inn skilríki og síðan Í lagi.


Veljum skilríkin þar sem þau voru vistuð.

Ef skilríkin voru lesin inn og eru til staðar, þá færist sleðinn til hægri. Síðan er lykilorðið fyrir skilríkin skráð inn í reitinn Lykilorð, þetta er s.s. sama lykilorð og var notað þegar skilríkjunum var export-að í MMC.

Þegar búið er að skrá inn lykilorðið, fer fram ákveðin skoðun á skilríkjunum og ef allt er í lagi þá koma tilbaka upplýsingar um skilríkin ásamt gildistíma.

Næsta skref er síðan að virkja aðgerðirnar sem eru í glugganum neðst. Það er gert með því að haka í reitinn Aðgerð virk . Ef allt er rétt uppsett kemur sjálfkrafa hak í reitinn Tenging í lagi. 

Ef allt hefur verið rétt skráð ætti formið að líta c.a. svona út. Þó svo að dagsetningar og upplýsingar um skilríki verða mismunandi eftir viðskiptavinum.



JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.