Bókun verkbóka
Yfirlit verkbóka er aðgengilegt frá hlutverki og opnast þá notandanum listi yfir allar verkbækur starfsmanna. Reiturinn Óyfirfarnir tímar segir til um hvort búið sé að yfirfara alla tímana í verkbók starfsmanns. Þegar allir tímar hafa verið samþykktir og bóka á verkbækurnar er mikilvægt að setja inn afmörkun á það tímabil sem á að bóka. Það er gert með því að fara í trektina uppi í hægra horni og síðan sett inn Afmarka samtölur eftir Dags.afmörkun. Þegar það er klárt er farið í Bókun og Bóka. Þá bókast aðeins þær færslur sem tilheyra völdu dagsetningartímabili en ekki færslur utan þess tímabils.
Einnig er hægt að fara inn í hverja verkbók fyrir sig til að bóka eina verkbók í einu.