Skip to main content
Skip table of contents

Forðaflokkar

Ef margir forðar eru með sama verð og kostnað er gott að nota forðaflokka. Notkun á forðaflokkum auðveldar breytingar og utanumhald á verðum. Það þarf þá aðeins að breyta verði á forðaflokkum en ekki á hverjum forða fyrir sig. Notkun forðaflokka er einnig hagkvæm þegar ákveðinn viðskiptavinur eða verk er með annað verð en aðrir.

Frá hlutverki er hægt að velja Uppsetning og Forðaflokkar þar er valið Nýtt til þess að stofna nýjan forðaflokk. Þar er valið Númer og Heiti á forðaflokkinn.

Verð fyrir forðaflokka eru sett upp með því að fara í Verð og afslættir á borða og valið annað hvort Innkaupsverð eða Söluverð. Nánari lýsing á uppsetningu verða er í kaflanum Verð og afslættir hér til hliðar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.