Skip to main content
Skip table of contents

Kreditfærsla verkreikninga

Á bókuðum sölureikningi eru aðgerðir til að kreditfæra reikninga.

image-20250228-165059.png

Leiðrétta í verkefni

Þessi aðgerð er aðeins sýnileg á reikningum sem innihalda línur úr verkbókhaldi, þ.e. verkreikningum. Aðgerðin myndar og bókar kreditreikning í einni aðgerð og afrita bókaðar samningslínur yfir í óbókaðar samningslínur svo hægt sé að leiðrétta þær og reikningsfæra leiðréttan reikning.

Leiðrétta

Þessi aðgerð myndar og bókar kreditreikning í einni aðgerð og myndar óbókaðan reikning. Þessi aðgerð hentar ekki vel fyrir verkreikninga þar sem ekki er hægt að gera leiðréttingar beint á sölulínur sem tengdar eru samninglínum verkefnis.

Hætta við

Þessi aðgerð myndar og bókar kreditreikning í einni aðgerð. Notuð þegar fella á reikning.

Stofna leiðréttan kreditreikning

Þessi aðgerð myndar óbókaðan kreditreikning. Hægt er að eyða út kredit sölulínum en ekki er hægt að breyta línum, s.s. hægt að nota ef aðeins á að fella eða leiðrétta hluta reiknings. Þegar kreditreikningur er bókaður er boðið upp á mynda nýjar samninglínur ef það á t.d. að gera leiðréttingar og reikningsfæra aftur eða reikningsfæra seinna.

image-20250228-170538.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.