Skip to main content
Skip table of contents

Notkun skráð á verk

Oft er vísað í „óbókaðar færslur“ eða „tíma í verkbókum“ en þá er átt við kostnað/tíma sem er enn í skráningarferlinu og ekki orðnar að bókuðum verkfærslum. Á þessu stigi eru færslurnar opnar fyrir breytingum. Við bókun verkbóka flytjast gögn úr töflunni Verkbókarlínur yfir í töfluna Verkfærslur af tegundinn notkun og ef Tegund verks á verkhlutanum er stilltur sem Reikningshæf notkun þá verða einnig til óreikningsfærðar samningslínur á verkinu.

Skráningu í verkbækur er hægt að framkvæma á mismunandi vegu:

  • Tímaskráning starfsmanna - Þetta er notendavænt viðmót fyrir starfsmenn sem skrá aðallega tíma

  • Verkbók - Þetta er stöðluð verkbók þar sem margir dálkar eru í boði

Til viðbótar eru eftirfarandi leiðir til að bóka verknotkun beint, þ.e. mynda verkfærslur strax inn á verkið án þess að þær hafi viðkomu í verkbókum

  • Fjárhagsbækur verks

  • Innkaupareikningur á verk

Nánari upplýsingar má sjá hér til hliðar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.