Tegundir verka
Tegundir verka stýrir því hvaða færslur sem skráðar eru á verkið verða reikningshæfar, tilheyra samningi eða eru innanhússvinna.
Reiturinn Stýring notkunar er ein aðalstýringin í verkbókhaldinu.. Hann hefur 3 valmöguleika:
Reikningshæf notkun - Þessi valmöguleiki er fyrir alla vinnu sem er reikninghæf. Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund munu enda sem færslur á sölureikningi.
Þessi verk eru ætluð til notkunar þar sem reikningsfært er eftir notkun á verkinuInnanhúss - Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund verða verkfærslur inn á verkinu en munu ekki enda í sölureikningi.
Samningsvinna - Þessi valmöguleiki er fyrir vinnu sem er reikninghæf. Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund verða verkfærslur inn á verkinu en munu ekki enda sem færslur á sölureikningi. Þessi verk eru ætluð til notkunar þar sem reikningsfært er samkvæmt samningi við verkkaupa.
Tegund verka verður að vera uppsett á öllum verkum og erfist það niður á verkhluta verksins. Það er þó hægt að breyta um tegund verka á verkhlutum og vera með mismunandi tegund milli verkhluta á sama verkinu.
Hér fyrir neðan má sjá þær tegundir sem myndast þegar stuðst er við uppsetningaraðstoð Sérfræðiverkbókhaldins.
