Skip to main content
Skip table of contents

Tegundir verka

Tegundir verka stýrir því hvaða færslur sem skráðar eru á verkið verða reikningshæfar, tilheyra samningi eða eru innanhússvinna.

Reiturinn Stýring notkunar er ein aðalstýringin í verkbókhaldinu.. Hann hefur 3 valmöguleika:

  • Reikningshæf notkun - Þessi valmöguleiki er fyrir alla vinnu sem er reikninghæf. Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund munu enda sem færslur á sölureikningi.
    Þessi verk eru ætluð til notkunar þar sem reikningsfært er eftir notkun á verkinu

  • Innanhúss - Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund verða verkfærslur inn á verkinu en munu ekki enda í sölureikningi.

  • Samningsvinna - Þessi valmöguleiki er fyrir vinnu sem er reikninghæf. Allar færslur sem skráðar eru á verk af þessari tegund verða verkfærslur inn á verkinu en munu ekki enda sem færslur á sölureikningi. Þessi verk eru ætluð til notkunar þar sem reikningsfært er samkvæmt samningi við verkkaupa.

Tegund verka verður að vera uppsett á öllum verkum og erfist það niður á verkhluta verksins. Það er þó hægt að breyta um tegund verka á verkhlutum og vera með mismunandi tegund milli verkhluta á sama verkinu.

Hér fyrir neðan má sjá þær tegundir sem myndast þegar stuðst er við uppsetningaraðstoð Sérfræðiverkbókhaldins.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.