Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Áður en hafist er handa þarf að vera búið að fara í gegnum öll skref uppsetningar, s.s. stilla bókunarflokka verka, stofna tegundir verka o.fl. sjá kaflann Uppsetning kerfis.

Verk stofnað

Fyrir hvert verk er búið til verkspjald, það er tengt verkkaupa og einnig eru settir upp verkhlutar. Jafnvel eru sett inn einingaverð fyrir verkið eða fastar samningsupphæðir. Oft er gerð verkáætlun og hún skráð á forða, vörur og/eða fjárhagslykla.

Notkun skráð á verk

Notkun er skráð á verkin yfir reikningsfærslutímabilið (oftast er það mánuður). Skráðir eru unnir tímar og önnur verknotkun, svo sem vörunotkun eða annar kostnaður.

  • Starfsmenn skrifa tímana sína í verkbækur

  • Kostnað má bæði skrá bæði í verkbækur eða í fjárhagsfærslubók verka

  • Einnig getur verknotkun verið skráð í gegnum innkaupareikninga eða Uppáskriftarkerfi Wise, sé það í notkun.

Yfirferð og bókun verkbóka

Í lok reikningstímabilsins eru notkunarfærslur bókaðar.

  • Ábyrgðarmenn verka geta farið yfir verkbækurnar og samþykkt færslur eða verkin í heild sinni.

  • Verkbækur eru bókaðar, annaðhvort allar í einu, ein og ein, eða fyrir hvert verk í einu. Við bókunina færast tímarnir og kostnaðurinn á þau verk sem unnið var í hverju sinni.

Reikningagerð

Reikningsfært er samkvæmt stillingum í reitnum Tegund verks á verki og verkhlutum, þ.e. annaðhvort eftir verknotkun eða eftir verksamningum, eða bæði.

  • Við bókun reikninganna myndast sölufærslur sem verða strax sýnilegar á verkum og verkhlutum. Samningslínur skrást sem reikningsfærðar.

  • Kerfishlutinn Prófarkir eykur möguleika í reikningagerð og hægt er að fá nánari upplýsingar um hann hjá Wise.

Eftir bókun reikninga er kerfisbundu vinnuferli í verkbókhaldinu lokið og hefðbundið innheimtuferli tekur við.

Tímabilsaðgerðir

  • Stofna nýjan starfsmann/forða

  • Verðbreytingar

  • Bóka verk í vinnslu í fjárhag

  • Uppfæra birgðakostnað verks

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.