Uppsetning
Smellið á tannhjólið og veljið Uppsetning með hjálp.
Veljið Setja upp Sérfræðiverkbókhald Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.
Við það opnast nýr gluggi Uppsetning verkagrunns. Veljið Áfram.
Við það verður fyrsti hluti uppsetningarinnar, flokkurinn Almennt, sýnilegur.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Halda kóta vinnuteg. við breytingu á verkfærslu | Tilgreinir hvort halda eigi kóta vinnutegundar þegar |
Uppfæra birgðakostnað verks sjálfvirkt | |
Staðsetning táknmynda í skjölum | Tilgreinir staðsetningu fyrirtækismerkisins á |
Sjálfgefin VÍV-aðferð | Tilgreinir sjálfgefna aðferð fyrir útreikning verks í |
Sjálfgefin VÍV-bókunaraðferð | Tilgreinir hvernig sjálfgefin VÍV-aðferð er notuð |
Ekki spyrja um uppfærslu á víddum verkhluta | Tilgreinir hvort notandi þurfi að staðfesta að breyta |
Sjálfgefinn kostnaðarverðsstuðul | Tilgreinir sjálfgefinn kostnaðarverðstuðul |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram. Næst kemur gluggi með stillingarmöguleikum sem snúa að verkbók.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Skráð af forði frá | Tilgreinir hvaða forðanúmer fer í reitinn "Skráð af forða" í verkbókarlínum. Ef valið "Innskráðum notanda" þá er tekið forðanúmer innskráðs notanda en ef valið "Eiganda verkbókar" þá fyllist út í reitinn frá forðanum sem á verkbókina. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar í skýrslum sem sýna kostnaðarfærslur forða, t.d. "Forði - skráður kostnaður". |
Kostn.verð skilyrði (verkbók) | Tilgreinir hvort kostnaðarverð er skilyrði við bókun verkbókar. |
Einingaverð skilyrði (verkbók) | Tilgreinir hvort einingaverð er skilyrði við bókun verkbókar. |
Kóti vinnutegundar skilyrt (verkbók) | Tilgreinir hvort kóti vinnutegundar er skilyrtur þegar skráð er færsla í verkbók. Hægt er að velja um þrjá valmöguleika: Nei, Forði og Forði (menn) |
Vídd 1 skilyrði (verkbók) | Tilgreinir að þegar skráð er í verkbók þá verður að vera fyllt út í vídd 1. |
Vídd 2 skilyrði (verkbók) | Tilgreinir að þegar skráð er í verkbók þá verður að vera fyllt út í vídd 2. |
Vídd 3 skilyrði (verkbók) | Tilgreinir að þegar skráð er í verkbók þá verður að vera fyllt út í vídd 3. |
Vídd 4 skilyrði (verkbók) | Tilgreinir að þegar skráð er í verkbók þá verður að vera fyllt út í vídd 4. |
Bóka bara yfirfarnar verkbókarlínur | Ef hakað við reitinn þá eru bara bókaðar þær verkbókarlínur sem hafa verið yfirfarnar af ábyrgðaraðila og merktar Yfirfarin. |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram. Næst kemur gluggi með stillingarmöguleikum sem snúa að tímaskráningu.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Vinnuskylda (klst/dag) | Tilgreinir fjölda klst sem starfsmenn í fullu starfi þurfa að gera grein fyrir. |
Verkbók læst til | Ekki er hægt að skrá verkbókarfærslur á dagssetningar til og með dagssetningunni sem er skráð í þennan reit. |
Tímaskráningarmánuður | Tilgreinir hvort tímaskráningartímabilið endar við almanaksmánuð eða ákveðinn dag. |
Síðasti mán.dagur í tímaskrán. | Tilgreinir númer dagsins sem er síðasti dagur í tímaskráningartímabilinu. Þetta þarf einungis að fylla út ef valið er að tímaskráningartímabilið eigi að enda við ákveðinn dag. |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram. Næst kemur gluggi með stillingarmöguleikum sem snúa að reikningagerð.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Afrita verkathugasemdir á reikn. | Tilgreinir hvort athugasemdir á verki fara inn á sölureikning og eru því sýnilegar á útprenti. |
Tengiliður verks á reikn. | Tilgreinir hvort tengiliður reiknings er tekinn af verkinu. Ef ekki, þá er hann tekinn frá viðskiptamanninum. |
Sýna upplýsingar um fyrirtæki efst á reikningi | Tilgreinir hvort upplýsingar um fyrirtækið eru prentaðar á staðlaðan verkreikning og kreditreikning, efst í hægra horni. |
Nafn forða í reikn.línur | Ef hakað við reitinn þá er nafn forða (ef maður) flutt í reitinn "Lýsing" í sölulínu og reiturinn "Lýsing" í Áætlunarlínu flutt í reitinn "Lýsing 2" í sölulínu. |
Tölvupóstur Texti | Texti sem fer í tölvupóst sem er sendur út frá bókuðum sölureikningi. |
Tölvupóstur Texti, Enska | Texti sem fer í tölvupóst á ensku sem er sendur út frá bókuðum sölureikningi. |
Sýna nr. á vinnuskýrslum | Tilgreinir hvort númer starfsmanna er sýnileg á vinnuskýrslum. |
Lýsing samtölu fjárhagsreikninga á verkreikningi | Ef valið að birta fjárhagslínur sem eina samtölu á stöðluðum verkreikningi, þá er þessi lýsing sett á línuna í útprenti. |
Bóka notkun birgða sjálfvirkt | Ef hakað hér þá þegar samningslína er handskráð með vöru þá við bókun á reikningi myndast notkunarverkfærsla á vöruna. |
Aðsetur tengiliðs á verk og reikning | Tilgreinir hvort aðsetur tengiliðs fer á reikning. Tilgreinir einnig, þegar nýtt verk er stofnað, hvort aðsetur tengiliðs fer í reikningsfærsluaðsetur tengiliðs. |
Fh.reikn. söluútgjalda (Samningur) | Sé þessi reitur ekki útfylltur þá fer sala á sama lykil og innkaup. |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram og við það verður síðasti hluti uppsetningarinnar sýnilegur. Hér skal velja Ljúka og er uppsetningu á verkagrunni þá lokið.
Til að skoða og/eða breyta uppsetningunni skal leita að Verkagrunnur í leitarglasinu efst hægra megin og opna síðuna. Þar eru allar stillingar sýnilegar og hægt að breyta þeim þar eins og við á.
Leyfiskerfi Wise
Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.