Verð og afslættir
Á verkspjaldi er hægt að velja Verð og afslættir og þar undir er möguleiki að stofna Söluverðlistar og Innkaupsverðlistar. Til að Sölu- eða Innkaupsverðlistar séu virkir til notkunar þarf staðan á þeim að vera Virkt. Einnig er hægt að óvirkja verðlista þegar þeir eiga ekki við lengur. Valkvætt er að setja Upphafsdag og Lokadag á verðlistana en bæði er hægt að setja gildistíma á verðlistann í heild en einnig á hverja línu fyrir sig. Það getur hentað t.d. þegar söluverðlisti er fyrir ákveðið verk eða viðskiptamann en þarf samt að vera með mismunandi upphæðir milli tímabila.