Skip to main content
Skip table of contents

Verk stofnað

Til þess að stofna nýtt verk í Sérfræðiverkbókhaldinu er annað hvort smellt á Verk í hlutverkinu Yfirnotandi verkbókhalds eða slegið verk inn í leitargluggann.
Yfirlitssíða verks opnast þar er valið Nýtt eða flýtileiðin Alt+N til þess að stofna nýtt verk.
Það sem notandi þarf að gera til að ljúka við skráningu verksins er eftirfarandi:

  1. Skrá skal númer á verkið í reitinn Nr. eða fá sjálfvirkt næsta númer úr númera-röðinni með því að velja ENTER. Nýtt verk fær sjálfkrafa þær stillingar og gildi sem sett eru upp á flipanum Stofnun verks í Verkagrunni. Þessum stillingum/gildum er hægt að breyta ef þau eiga ekki við.

  2. Setja þarf Lýsingu (heiti) á verkið

  3. Velja þarf verkkaupa í reitinn Reikn.færist á viðskm. Upplýsingar um verkkaupa koma sjálfkrafa af viðskiptamannaspjaldi en hægt er að bæta við upplýsingum um Tengilið verks. Þennan tengilið er hægt að láta birtast á reikningi

  4. Hægt er að velja ákveðinn forða sem Ábyrgðaraðili verksins

  5. Tegund verks hefur verið fyllt út sjálfkrafa með því gildi sem sett er upp í reitnum Sjálgefin tegund varka í verkagrunni. Velja má aðra tegund með því að kafa ofan í reitinn. Tegund verks aðgreinir hvort verkið sé reikningshæft, samningsverk eða innanhúsverk.

  6. Bókunarflokkur verka er settur á flipanum Bókun. Ef Tegund verks er nóg til að flokka verkin og ekki er verið að nota verkbókanir í fjárhag (VÍV-aðgerðirnar) er vel hægt að hafa öll verk í sama bókunarflokki, þ.e. þeim sem kemur sjálfkrafa við stofnun verka.

  7. Algengt er að verk séu tengt ákveðnum víddum en það er þó valkvætt. Nöfn á víddum eru breytileg eftir uppsetningu en þær eru oft kallaðar Deildir og Verkefni.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.