Til þess að stofna nýtt verk í Sérfræðiverkbókhaldinu er annað hvort smellt á Verk í hlutverkinu Yfirnotandi verkbókhalds eða slegið verk inn í leitargluggann.
Yfirlitssíða verks opnast þar er valið Nýtt eða flýtileiðin Alt+N til þess að stofna nýtt verk.
Það sem notandi þarf að gera til að ljúka við skráningu verksins er eftirfarandi:

  1. Skrá skal númer á verkið í reitinn Nr. eða fá sjálfvirkt næsta númer úr númera-röðinni með því að velja ENTER. Nýtt verk fær sjálfkrafa þær stillingar og gildi sem sett eru upp á flipanum Stofnun verks í Verkagrunni. Þessum stillingum/gildum er hægt að breyta ef þau eiga ekki við.

  2. Setja þarf Lýsingu (heiti) á verkið

  3. Velja þarf verkkaupa í reitinn Reikn.færist á viðskm. Upplýsingar um verkkaupa koma sjálfkrafa af viðskiptamannaspjaldi en hægt er að bæta við upplýsingum um Tengilið verks. Þennan tengilið er hægt að láta birtast á reikningi

  4. Hægt er að velja ákveðinn forða sem Ábyrgðaraðili verksins

  5. Tegund verks hefur verið fyllt út sjálfkrafa með því gildi sem sett er upp í reitnum Sjálgefin tegund varka í verkagrunni. Velja má aðra tegund með því að kafa ofan í reitinn. Tegund verks aðgreinir hvort verkið sé reikningshæft, samningsverk eða innanhúsverk.

  6. Bókunarflokkur verka er settur á flipanum Bókun. Ef Tegund verks er nóg til að flokka verkin og ekki er verið að nota verkbókanir í fjárhag (VÍV-aðgerðirnar) er vel hægt að hafa öll verk í sama bókunarflokki, þ.e. þeim sem kemur sjálfkrafa við stofnun verka.

  7. Algengt er að verk séu tengt ákveðnum víddum en það er þó valkvætt. Nöfn á víddum eru breytileg eftir uppsetningu en þær eru oft kallaðar Deildir og Verkefni.