Yfirferð tímaskráninga
Áður en verkbækur eru bókaðar er gott að fara yfir þær fyrst. Það má gera með því að nota síðuna Verk til yfirferðar. Heildaryfirsýn yfir tímabilið og allar verkbækur fæst með síðunni Yfirlit verkbóka.
Verk til yfirferðar
Mörg fyrirtæki kjósa að ábyrgðamenn yfirfari sín verk áður en verkbækur eru bókaðar.
Út frá hlutverki verkbókhalds getur ábyrgðamaður valið kassann Verk til yfirferðar. Þá kemur upp listi yfir þau verk sem notandinn er skráður sem ábyrgðaraðil á og eru með óyfirfarna tíma í verkbókum. Farið er í Vinnsla og valið þar undir Yfirferð verkbóka til að fá upp óyfirfarnar færslur á því verki sem valið var í listanum.
Hægt er að merkja allar færslur yfirfarnar með því að velja Vinna og Merkja tímabilið yfirfarið eða hakað í reitinn Yfirfarið í hverri línu fyrir sig. Við yfirferð á verkbókum er hægt að gera breytingar í ákveðnum reitum færslunnar. Hægt er að laga til texta, breyta um verk. nr., breyta verkhluta, einingaverð og fleira. Hægt er að breyta magni til reikningsfærslu án þess að hafa áhrif á skráða tíma starfsmanns. Þannig getur magn verið óbreytt en Magn til reikningsfærslu meira eða minna eftir því hvað við á.
Yfirlit verkbóka
Yfirlit verkbóka er aðgengilegt frá hlutverki og opnast þá notandanum listi yfir allar verkbækur starfsmanna. Í listanum má sjá samtölur tíma og verðs fyrir hverja verkbók. Reiturinn Óyfirfarnir tímar segir til um hvort búið sé að yfirfara alla tímana í verkbók starfsmanns.