Skip to main content
Skip table of contents

Tilgangur Prófarkakerfis

Prófarkakerfið er notað til að reikningsfæra verk, bæði fastverðsverk og tímavinnuverk.

Með notkun prófarka fæst yfirsýn yfir hversu mikið er til reikningsfærslu á hverja reikningsfærslueiningu (sem getur verið Forði, Fjárhagsreikningur eða Vara). Um leið er hægt að gera leiðréttingar og breytingar eins og t.d. að breyta texta í færslum, ein.verði og magni. Einnig er hægt að undirbúa reikninginn að öðru leyti eins og að setja inn skýringartexta og færslulýsingu.

Kerfið er sérstaklega gagnlegt þegar um er að ræða verk þar sem ekki er hægt að flytja allar reikningshæfar færslur beint yfir í reikninga heldur koma til ýmsar undantekningar. Til dæmis gæti þurft að:

  • Geyma tíma milli mánaða

  • Fella niður tíma

  • Auka við tíma

  • Breyta einingarverði

  • Breyta afslætti

  • Skipta reikningum á marga verkkaupa

  • Reikningsfæra á annan viðskiptamann en viðskiptamann verksins

Í prófarkakerfinu er flókin reikningagerð gerð einföld og fljótleg án þess að tapist tenging milli þess sem var unnið og þess sem er reikningsfært því kerfið heldur utan um sögu hverrar einustu verkfærslu í Prófarkarfærslum.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.