Skip to main content
Skip table of contents

Verkagrunnur - Prófarkir

Í Verkagrunni þarf að virkja notkun á prófarkakerfi og fara yfir valmöguleikana sem þar koma fram.

Reitur

Skýring

Nota prófarkarkerfi

Tilgreinir hvort fyrirtækið er að nota prófarkarkerfið.

Númeraröð prófarka

Hér er tilgreind númaeraröð fyrir prófarkir.

Afmarka á Tegund verks

Þessi reitur segir til um hvort afmarkað er á tegund verks af verkspjaldi eða verkfærslum þegar próförk er mynduð. Sé verið að nota mismunandi Tegundir verks á einu verki þá er valið að mynda eftir tegund í verkfærslum.
Sé sama Tegund verks bæði á verki og verkhlutum þá er valið að mynda eftir tegund verks.

Vinnuskýrsla prófarkar

Uppsetningaálfur fyllir sjálfkrafa inn númer vinnuskýrslu prófarkar. Ef það á að nota sérskrifaða vinnuskýrslu með próförk þá er númer þeirrar skýrslu sett inn í þennan reit.

Heiti vinnuskýrslu prófarkar

Þessi reitur sýnir heiti vinnuskýrslunnar sem valið er í reitnum fyrir ofan.

Fjárhagsreikn. verðbóta

Hér er tilgreindur fjárhagsreikningur sem verðbætur bókast inn á sé verið að nota verðtryggingu á verkum.

Ekki neikvæð vísitölubreyting

Með því að haka við í þennan reit þá er verið að loka fyrir möguleikann á að reikna neikvæða vísitölubreytingu á verkum.

Afsláttur í opnum próförkum verður settur á línur

Tilgreinir hvaða línur eiga að fá afslátt. Á aðeins við aðgerðirnar setja afsl. % eða afsl. upphæð á prófarkarlínur í opinni próförk.

Yfirferð prófarka skilyrði

Sé hakað við í þessum reit þá er skilyrt yfirferð prófarka áður en þæer eru reikningsfærðar.

Bóka prófarkareikning

Sé hakað við í þennan reit þá bókast sölureikningar og prófarkir sjálfkrafa um leið og valið er að reikningsfæra próförk.

Endurreikn.færa sama magn

Tilgreinir hvort að þegar kreditpróförk er bókuð og stofnuð er ný debet próförk þá er magn í "Geymt" og "Fellt" það sama og var í upprunalegu próförkinni.

Prófarkir eru sýnilegar öllum

Sé hakað við í þessum reit þá eru prófarkir sýnilegar öllum, óháð því hvort notandi er skráður sem ábyrgðaraðili eða yfirumsjónaraðili á verki prófarkarinnar.

Yfirumsjón getur staðfest

Sé hakað við í þennan reit þá getur notandi sem skráður er sem Yfirumsjónaraðili á verki staðfest prófarkir verks

Ábyrgðaraðili getur staðfest

Sé hakað við í þennan reit þá getur notandi sem skráður er sem Ábyrgðaraðili á verki staðfest prófarkir verks


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.