Sölureikningar
Ef nota á sölureikning eða sölukreditreikning úr Wise skýrslupakka þarf að fara í leitina (ALT-Q) og slá inn Skýrsluval – Sala.

Kafa niður og velja Reikningur og stilla rétta skýrslu.

Kafa niður og velja Kreditreikningur og stilla rétta skýrslu.

Stillingar fyrir sölureikning/sölukreditreikning
Við prentun sölureikninga er hægt að stilla ýmis atriði eins og hvort notuð séu forprentuð blöð, hvort sýna eigi númersdálk og mælieiningarkóta í sölulínum og hvort sýna eigi greiðsluskilmála og pöntunarnúmer í söluhaus. Það er gert í Wise skýrslugrunnur.
