Wise skýrslugrunnur
Ef farið er í Wise skýrslugrunn er hægt að velja skýrslur sem útbúnar hafa verið af Wise í stað þess að nota staðlaðar skýrslur frá Microsoft.
Valmynd
Reiturinn Skýrslur virkar í fyrirtæki verður að vera valinn ef nota á einhverjar Wise skýrslur.
Ef hakað er við reitinn Skýrslur virkar í fyrirtæki þá virkjast allar Wise skýrslur. Hér er einnig hægt að haka við skýrslu eða taka hakið af allt eftir hvort nota eigi Wise skýrslu eða staðlaða skýrslu.
Notandi sér hvort um sé að ræða staðlaða skýrslu frá Microsoft eða sérsniðna frá Wise þegar hann keyrir skýrsluna því að það kemur aftast í nafnið Wise.