Skip to main content
Skip table of contents

Flipinn Sýn

Undir Sýn er hægt að velja á milli Rúðusýn eða Skráarsafnsýn.Rúðusýn getur gefið yfirlit yfir þau skjöl/myndir sem eftir á að tengja við reikning. Hægt er að velja/fjarlægja dálka inn á yfirlitið með því að hægrismella á fyrirsagnarlínuna.


Svo er hægt að velja mismunandi stærð forskoðunar á myndinni, verulega stækkuð, stækkuð, venjulegt os.frv.


Ef valið er að Sýna forskoðunarglugga þá birtist verulega stækkuð mynd af þeim reikningi sem valinn er hægra megin á skjánum. Til að loka þessu glugga er valið að Fela forskoðunarglugga.

Draga skjöl á milli

Nú er hægt að draga skjöl á milli tengdu og ótengdu listanna á öllum tegundum af sýnum, Rúðusýn, Skráarsafnssýn og Albúmasýn. Einnig er hægt að draga utanaðkomandi skjöl beint úr File Explorer, tölvupósti eða hverju sem er í hvort sem er tengda listann eða ótengda listann.

Forskoðunargluggi PDF skjala

Forskoðunarglugginn hefur verið endurbættur og nú er til dæmis kominn Vista hnappur, forskoðun á heildarskjali og fleira.Ef hnappurinn Smámyndir er virkjaður þá birtist forskoðun á heildar PDF skjalinu vinstra megin við forskoðunargluggann.Þegar hnappurinn Þysja upp í hægra horn er virkjaður þá sýnir forskoðunarglugginn sjálfkrafa stækkaða mynd af efra hægra horni skjalsins. Það er gjarnan notað til að skrá inn bókunarkerfis númer skjals. Nú viðheldur forritið þessari stillingu þó flett sé á milli skjala þar til hnappurinn er af-virkjaður.

Endurröðun og að eyða úr Pdf skjölum

Hægt er að endurraða síðum í Pdf skjölum sem búin eru til í Wise Scan með því að smella á Endurraða hnappinn.


Þá birtist þessi síða.


Hægt er að draga til síður, til dæmis til að láta sjálfan reikninginn vera fremstan og einnig er hægt að eyða síðum inn á milli. Ef síður eru valdar og ýtt á Aftengja hnappinn þá er notandi beðinn um að staðfesta hvort eigi að eyða völdum síðum við lokun. Það er hægt að bæði endurraða og eyða í sömu aðgerðinni ef ýtt er á Aftengja.
Ef ýtt er á Vista þá er skjalinu einungis endurraðað en engum síðum eytt þó að hakað sé við þau.
Þegar endurraðaða formið lokast þá uppfærist albúmið í aðalformi með þeirri mynd sem er núna fremst og ef síðum hefur verið eytt úr skjalinu þá uppfærist talan sem sýnir fjölda síðna.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.