Innlestur mynda
Hægt er að velja um að setja inn skjöl Frá skanna eða Frá möppu. Þegar búið er að skanna/sækja skjölin þá koma myndir af þeim undir Ótengdar myndir.
Þjappa myndum - Hægt er að stilla á sjálfkrafa þjöppun á skjölum við innlestur. Í mörgum tilfellum er þetta óþarfi ef skanninn er stilltur á að skila skjölunum þjöppuðum en getur verið þægilegt fyrir suma notendur að prófa sig áfram með þessa stillingu.
Í Aðalflipanum er hægt að kveikja eða slökkva á þessari þjöppun með því að smella á Þjappa myndum hnappinn.
Undir stillingar flipanum er stillt á hversu mikla þjöppun á að nota ef kveikt er á Þjappa myndum. Hér er hægt að velja um nokkur prósentu gildi þar sem 80% er mesta þjöppun en 25% minnsta þjöppun. Við hvetjum notendur til að prófa þessar stillingar og skoða hver munurinn er á stærð og gæðum skjala og hafa stillt á það þjöppunargildi sem skilar vel læsilegu skjali með sem minnstu stærð.