Reikningalisti
Í reikningalistanum er möguleiki á ýmsum aðgerðum.
Hér er hægt að velja röðun á listanum Röðun a-z, Röðun z-a.
Hópa eftir þessum dálk - Reikningar verða settir í hópa eftir þeim dálki sem bendill er staðsettur í . Einnig er hægt að velja að draga þann dálk efst í listann.
Fela hópa eftir fleti - þá verður eingöngu sá hópur sem á að flokka eftir sýnilegur.
Til að fá fleiri dálka inn á reikningalistann er valin Dálkaval. Til að bæta dálkinum við er tvísmellt á hann með músinni.
Sýna finna flöt - Fáum leitardálk fram þar sem hægt er að leita t.d. eftir nafni lánardrottins, bókunardags. ofl.