Skip to main content
Skip table of contents

Vatnsmerki

Hægt er að setja inn númer skjals sjálfkrafa efst í vinstra hornið. Það er hægt að kveikja og slökkva á virkninni með Vatnsmerkis hnappinum í tækjastikunni.


Það er hægt að stilla ýmsa valmöguleika í stillingar vatnsmerkis glugganum.


  • Leturstærð - Segir til um hversu stór textinn er á númerinu. Gæti þurft að breyta þessu eftir því hversu stórar myndirnar eru.

  • Letur - Hvaða gerð af letri á að nota

  • Leturlitur - Litur á textanum

  • Textadæmi - Hvaða texti á að birtast í forskoðunarglugganum

  • Hæð - Segir til um hæð kassans sem er utan um vatnsmerkið. Ef það er búið að stækka leturstærðina og það birtist ekki textinn gæti verið að það þurfi að auka hæðina svo að textinn komist fyrir.

  • Breidd - Breiddin á kassanum utan um vatnsmerkið. Ef textinn kemur í tveimur línum er hægt að auka breiddina svo að hann komist í eina línu.

  • Nota Bakgrunn - Hvort að eigi að nota bakgrunn eða hvort vatnsmerkið fari beint á myndina

  • Forskoðunarglugginn - Neðst í stillingarglugganum er svo forskoðunargluggi sem uppfærist jafnharðan og breytingar eru gerðar.

Hér fyrir neðan eru tvö dæmi um vatnsmerki.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.