Skip to main content
Skip table of contents

Samningagrunnur

Til að byrja að nota kerfið þarf að fara í Samningagrunnur sem er undir Stjórnun í  heimavaldmynd kerfisins.

Valmyndin Samningagrunnur hefur flipana Almennt, Númeraröð, Sjálfgildi og Áminningar. Með því að setja inn gildi í Samningagrunn myndast þau sjálfkrafa á samningi þegar hann er stofnaður. Hér er gott að setja inn þau gildi sem algengast er að nota. Hægt er að breyta þessum upplýsingum á samningsspjaldi ef þörf er á.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Nota tölvupóst

Ef hakað er í þennan reit er kveikt á tölvupósts virkni.

Skýrslunr. V/Samnings

Hér er skráð númer þeirrar skýrslu sem á að nota sem viðhengi þegar tölvupóstur er sendur frá samningi.

Uppfæra samninga út frá breytingum á viðskiptamannaspjaldi

Ef hakað er í þennan reit, uppfærast samningar sjálfkrafa þegar breytingar verða á viðskiptamannaspjaldi. ATH að það þarf einnig að breyta hverjum samningi svo þeir uppfærist við breytingar. Þeir samningar sem eiga að uppfærast þurfa að hafa gildið Sækja af viðskm.spjaldi í Selt-til/Reikn.færist á viðskm./Sendist-til uppl. undir Annað í samingunum.

Læsa samningi við staðfestingu

Ef hakað er í þennan reit verður samningi læst við staðfestingu. Þegar samningi er læst þá er ekki hægt að breyta honum nema enduropna fyrst.

Næsti reiknings-myndunardagur alltaf sá sami og upphafs/lokadags

Ef  hakað er í þennan reit verður reikningsmyndunardagur alltaf sá sami og upphafs-/lokadags næsta tímabils. Mælt er með að haka í þennan reit ef ekki er verið að notast við annan reikningsmyndunardag en þann sem er valinn í línunni.

Vera áfram á samningi við stöðubreytingu

Ef hakað er í þennan reit þá helst notandi áfram á samningi við stöðubreytingar (Staðfestur, Í bið o.s.frv.).

Mynda pantanir út frá samningi

Ef hakað er í þennan reit kemur möguleiki í reikningamyndun á að mynda sölupöntun út frá samningi.

Vísitala reiknuð m.v.

Hægt er að velja hvort vísitala sé reiknuð miðað við bókunardagsetningu reiknings eða gjalddaga. Ef valið er gjalddagi þá er greiðsluháttarkóta samnings bætt við bókunardagsetninguna.

Innkaup virk

Segir til um hvort innkaupahluti samningskerfisins sé virkt eða ekki

Gildir til dagsetning nauðsynleg

Ef samningur á að gilda til ákveðins tíma, þá er þarf að virkja þennan reit.

Veltuskráning virk

Ef samningar eru byggði á veltuskráningu þá þarf að virkja þennan reit.

Verk virkt

Sé þessi reitur virkur þá eru verkreitir virkir á samningslínum.

Sami reikningsmyndunarkóti í samningslínum og haus

Hér er valið hvort sami reikningsmyndunarkóti sé skráður í haus og í línum.

Ekki uppfæra línuafslátt þegar magni er breytt

Ef þessi reitur er virkur þá hreinsast afsláttur ekki út við breytingu á magni.

Erfa gildi úr næstu samningslínu fyrir ofan...

Hægt að velja hvort lína erfi gildi úr næstu samningslínu fyrir ofan. Reitir: Gildir frá, Reikningsmyndunarkóti, Upphafs-/Lokadags. næsta tímabils, Næsti reikningsmyndunardag.

Sýn á sóttar færslur

Hér er hægt að velja þegar farið er í reikningsmyndun og samningar sóttir að það sést bæði upplýsingar um hausinn og línunarnar eða bara hausinn.

Lokareikningur virkur

Hér er hægt að velja hvort að lokareikningur fyrir safnfærslur sé sýnilegur á reikningamyndunarsíðu.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Nr. röð samninga

Hér er valin númeraröð fyrir samninga.

Aðrar númeraraðir

Hægt er að velja mismunandi númeraraðir fyrir ýmsar gerðir reikninga og pantana, óbókaðra og bókaðra.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Sjálfg. samninsgstegund

Hér er valið sjálfgildi fyrir tegund samnings.

Sjálfg. greiðsluskilmáli

Hér er valinn inn greiðsluskilmáli (ef annar greiðsluskilmáli er settur upp á viðskiptamanni þá er hann ráðandi).

Greiðslumáti

Hér er valinn greiðslumáti ( ef annar greiðslumáti er settur upp á viðskiptamanni þá er hann ráðandi.)

Reikningsmyndunarkóti

Hér er valinn reikningsmyndunarkóti samnings.

Samningshaus og línur samstilltar

Segir til um hvort vissar uppsetningar skuli vera eins í haus og línum. Ef valið þá skulu allar samningslínur hafa sama Næsti reikningsmyndunardagur, Upphafs-/Lokadags. síðasta tímabils og Reikningsmyndunarkóta.

Selja/reikningsfæra/senda til

Hér er valið hvort selt-til, reikningsfærist-á og sendist-til sækist af samningi eða af viðskiptamanni þegar reikningur er búinn til.

Hér eru skráðar ýmsar reikninreglur fyrir áminningar í samningakerfinu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.