Umhverfið
Hlutverkið Samningar inniheldur alla hluti og aðgerðir sem tilheyra samningakerfinu. Þegar unnið er með samningakerfið er gott að stilla þetta hlutverk á notandann.

Efst á hlutverkinu er að finna aðgengi í kerfishluta og lista sem tengjast samningakerfinu.
Síðan koma allar aðgerðir sem unnar eru í samningakerfinu, þ.m.t. Reikningamyndun, Veltuskráningar o.fl. Nánar verður farið yfir hverja aðgerð hér neðar.
Bunkar fyrir samninga á mismunandi stigum, óbókuð söluskjöl tengdum samningakerfinu og athugasemdum má síðan sjá á miðju hlutverkinu og þar má sjá með augljósum hætti fjölda þeirra atriða sem tilheyra hverjum bunka fyrir sig. Ef smellt er á bunka þá opnast listi með afmörkun á viðeigandi bunka.