Skip to main content
Skip table of contents

Bakfærsla dagbókar

Eftir bókun færslubókar geymist hún sem bókuð Dagbók. Hægt er að skoða dagbókina með því að leita að Fjárhagsdagbækur. Þegar þar er komið sjást allar bókaðar bækur, hvort sem uppruni þeirra er í fjárhag, sölu eða hvar sem er í kerfinu. Efst má finna nýjustu bókuðu dagbókina.

Hér er hægt að skoða allt það sem kerfið framkvæmdi við bókun færslubókarinnar. Valið er í flýtileiðaborðanum hvaða færslur skal skoða og þar sjást þær sem bókaðar voru í viðkomandi færslubók.
Þegar valið er Fjárhagur, sjást allar fjárhagsfærslur dagbókarinnar á skjánum. Ef valið er VSK-færslur, kemur upp önnur tafla þar sem birtar eru allar VSK-færslur sem áttu sér stað í viðkomandi dagbók. Þar er færslan geymd með öðru sniði en í fjárhag, þar sem haldið er utan um Grunn (sem er VSK-stofninn) og svo VSK-upphæðina sjálfa. Þessar færslur eru svo notaðar við VSK-uppgjör kerfisins.
Einnig er hægt að skoða viðskiptamanna og/eða lánardrottnafærslurnar í sér gluggum.


Bakfærsla dagbókar

Gerist það að færslubók í heild sinni hefur verið ranglega bókuð, t.d. á dagsetningu, er hægt að bakfæra dagbók í heilu lagi. Þá er í glugganum Fjárhagsdagbækur valin aðgerðin Bakfæra dagbók. Þá birtist ritvarinn gluggi, þar sem allar færslur dagbókarinnar eru upptaldar, sama í hvaða töflu þær voru bókaðar.

Engu er hægt að breyta, þar sem verið er að taka til baka allar bókanir. Þegar notandi er sáttur við að bakfæra viðkomandi dagbók er þar valið F9 til að staðfesta bakfærsluna, eða Shift+F9 til að fá jafnframt útprentun á bakfærslunni.

Ekki er hægt að bakfæra dagbók í heild sinni ef um jafnanir hefur verið að ræða í bókinni. Þá þarf að bakfæra hvert fylgiskjal fyrir sig.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.