Bókun útgreiðslna
Þegar bóka á greiðslur til lánardrottins er aðgerðin Greiða lánardrottni (1) valin á aðgerðaborða lánardrottnalistans. Hér þarf að vera með valinn þann lánardrottinn sem á að greiða.
Færslan sem á að greiða er svo blámuð og aðgerðin Stofna greiðslu (2) valin. …
Þá opnast þessi gluggi.
Þar þarf að velja hvaða bókarkeyrslu á að bóka færslurnar í, í þessu tilfelli sjálfgefin bókarkeyrsla útgreiðslubókar, bókunardagsetningin valin ásamt færslubókarnúmerinu.
Bankareikningurinn sem valinn er er sá bankareikningur sem var greitt úr og verður mótreikningur færslunnar. Síðan er valið Í lagi.
Við það opnast útgreiðslubókin sjálf þar sem hægt er að yfirfara bókunina áður en hún er bókuð. Ef færslubókin er eins og hún á að vera þá þarf einfaldlega að velja aðgerðina Bóka (F9) eða Bóka og prenta (shift+F9), ef prenta á út færslubókina í heild sinni.