Fyrstu skrefin 

Til að byrja með er mikilvægt að átta sig aðeins á umhverfinu sem þú kemur til að vinna með í Business Central. 

Mínar stillingar (Alt+T)

Hver og einn notandi hefur sínar stillingar. Í stillingunum er hægt að: 

  1. Velja hlutverk 

  2. Velja fyrirtæki (einnig hægt að nota flýtileiðina CTRL+O til að svissa á milli fyrirtækja) 

  3. Velja vinnudagsetningu 

  4. Velja svæði 

    1. Mikilvægt er að stilla svæðið Icelandic til þess að fá rétt format á dagsetningar og tölur fyrir Ísland 

  5. Velja tungumál kerfisins 

Til að breyta mínum stillingum er tannhjólið í hægra horninu uppi valið og smellt á Mínar stillingar (eða alt+t) 

Við það opnast neðangreindur gluggi: 

Til að breyta hlutverki, fyrirtæki, vinnudagsetningu eða tungumáli er smellt á punktana þrjá  og nýtt gildi valið inn. Athugið að heimildir hvers og eins notanda takmarka aðgang þeirra að ákveðnum hlutum innan kerfisins og mun hlutverkið sem valið er einungis hafa áhrif á uppsetningu útlitsins sem opnast þegar viðkomandi opnar kerfið. Ef viðkomandi hefur ekki heimild í að lesa fjárhagsfærslur eða slíkt þá mun biðlarinn skila villumeldingu við opnun fjárhagsfærslna, sama hvaða hlutverk viðkomandi er í.

Nánar er fjallað um heimildir í kaflanum stillingar heimilda.