Skip to main content
Skip table of contents

Helstu aðgerðir Rafræn VSK skil

Stofnun rafræns uppgjörs

Leiðbeiningar hvernig á að reikna og skila rafrænu vsk uppgjöru beint úr Business Central. Byrjað er á að smella á Rafræn VSK skil Wise og Rafrænt Uppgjör.

image-20240221-135208.png

Smellt er á Nýtt til að stofna nýtt uppgjör

image-20240221-135338.png

Smellt er á Enter í reitnum Nr. til að fá næsta númer uppgjörs, sem sett hefur verið upp fyrir rafræn VSK skil.

image-20240221-142908.png

Þegar smellt er á Enter í reitnum Nr. fær uppgjörið númer úr númeraröð, kennitala fyrirtækisins kemur í uppgjörið ásamt VSK nr og sóttar eru upplýsingar til RSK um næsta tímabil sem skila á VSK uppgjöri fyrir.

Í reitnum Staða koma fram upplýsingar um stöðu uppgjörsins. Staðan er í vinnslu þangað til uppgjör hefur verið sent, eftir að uppgjör hefur verið sent breytist staðan í Skýrsla send eða Með villu. Ef uppgjörið er leiðrétt þá fær það stöðuna Í leiðréttingu og svo Skýrsla endursend þegar uppgjörið hefur verið endursent.

image-20240221-140002.png

Hægt er að velja afmörkun á tegundir færslna í uppgjörinu:

Valmöguleikar á Tegund færslu:

  • Allar: Allar færslur á tímabilinu, bæði opnar og lokaðar.

  • Opnar: Opnar færslur á tímabilinu

  • Lokaðar: Lokaðar færslur á tímabilinu

  • Eldri opnar með öllum: Allar færslur á tímabilinu, bæði opnar og lokaðar ásamt opnum færslum fyrri tímabila.

Undir flipanum Svar á VSK rafræna uppgjörinu koma upplýsingar úr svari frá RSK. Má þar finna OCR, greiðsluseðlaupplýsingar sem stofnast hafa frá RSK, númer kröfu o.fl. tengdar upplýsingar. Eins er hægt að sjá þar seinustu villuboð frá RSK undir reitnum Síðustu villuboð.

image-20240221-143029.png

Aðgerðir

Þá er komið að því að reikna VSK fyrir tímabilið. Ef smellt er á Aðgerðir koma upp þau skref sem við fylgjum þegar við erum að vinna rafræna VSK uppgjörið.

image-20240308-085427.png

Reikna/Endurreikna VSK fyrir tímabil

Fyrst veljum við Aðgerðir og svo Reikna/Endurreikna VSK fyrir tímabil

image-20240308-085649.png

Þá opnast nýr gluggi þar sem þarf að staðfesta að við viljum reikna uppgjörið, veljum

image-20240221-140347.png

Með því að smella á Reikna/Endurreikna VSK fyrir tímabilið þá fyllist út í reitina útreikningur á spjaldi VSK rafrænt uppgjör.

image-20240312-132629.png

Hægt er að smella á samtölurnar til að sjá færslur sem liggja undir hverri samtölu fyrir sig.

Ef farið er í Tengt - VSK Uppgjör - Uppgjörsfærslur má sjá allar færslur uppgjörsins

image-20240312-132913.png

Villuprófa skýrslu

Með því að smella á Aðgerðir og svo Villuprófa skýrslu er hægt villuprófa skýrsluna áður en hún er send.

image-20240308-085712.png

Reikna og bóka VSK

Með því að smella á Aðgerðir og svo Reikna og bóka VSK opnast nýr gluggi þar sem þarf að fylla inn í viðeigandi reiti.

image-20240308-085737.png

Hægt er að forskoða bókunina með því að sleppa því að haka í bóka, þá keyrist skýrlan án þess að bóka hana. Þegar notandinn er tilbúinn að bóka skýrsluna hakar hann í reitinn Bóka. Svo er hægt að og prenta eða forskoða skýrsluna. Passa þarf upp á að dagsetningar séu réttar, þ.e. skoða vel hvort Upphafsdagsetning, Lokadagsetning og bókunardags. stemmi við það VSK uppgjör sem verið er að vinna með að hverju sinni.

Uppgjörsreikning VSK þarf að setja í reitinn Uppgjörsreikningur.

image-20240221-141240.png

Hægt er að velja Sýna VSK-færslur til að fá VSK færslur uppgjörsins í skýrslunni, hvort sem valið er að bóka eða ekki.

Skila skýrslu

Að lokum er svo hægt að smella á Aðgerðir og svo Skila VSK skýrslu til að senda skýrlsuna rafrænt til RSK.

image-20240308-085752.png

Skýrslur

Hægt er að prenta skýrsluna út með því að velja Skýrslur og svo VSK-skýrsla. Eins er þar að finna VSK-afstemmingar skýrslu.

image-20240308-085953.png

Að senda leiðrétta skýrslu

Út frá hnappi Aðgerðir, Samskipti við RSK og Leiðrétta skýrslu er hægt að leiðrétta skýrslu ef gögn voru ekki rétt í fyrstu skilum. Við það stofnast nýtt spjald með sama númer en -1 fyrir aftan. Þar er skýrslan leiðrétt, bókuð og endursend.

image-20240221-142343.png

Mikilvægt að velja velja Endursenda skýrslu ekki Skila VSK skýrslu þegar uppgjörið hefur verið leiðrétt.

image-20240221-142520.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.