Hægt er að jafna færslur beint úr færslubókinni með aðgerðinni Jafna færslur. Þá þarf að passa að áður en aðgerðin er valin að rétt lína sé valin í færslubókinni. Í glugganum Jafna færslur þarf að finna þann reikning sem á að jafna við, velja Setja kenni jöfnunar og farið aftur inn í færslubókina. Ef jafna á margar færslur á sama tíma má setja sama kenni jöfnunar á margar færslur áður en farið er til baka í færslubókina.

Ef ekki er búið að fylla út í upphæð í línunni þá sér kerfið um að setja rétta upphæð með réttu formerki inn í línuna í færslubókinni.