Skip to main content
Skip table of contents

Jöfnun færslna

Jöfnun færslna í færslubók

Hægt er að jafna færslur beint úr færslubókinni með aðgerðinni Jafna færslur. Þá þarf að passa að áður en aðgerðin er valin að rétt lína sé valin í færslubókinni. Í glugganum Jafna færslur þarf að finna þann reikning sem á að jafna við, velja Setja kenni jöfnunar og farið aftur inn í færslubókina. Ef jafna á margar færslur á sama tíma má setja sama kenni jöfnunar á margar færslur áður en farið er til baka í færslubókina.

Ef ekki er búið að fylla út í upphæð í línunni þá sér kerfið um að setja rétta upphæð með réttu formerki inn í línuna í færslubókinni.

Jöfnun færslna á Viðskiptamönnum / lánardrottnum

Velur þann viðskiptamann sem á að jafna, velja svo viðskiptamaður uppi í aðgerðarstikunni og smella svo á færslur.
Flýtileiðin fyrir þessa aðgerð er að velja þann viðskiptamann sem á að jafna og smella svo á CTRL+F7, þá opnast allar færslur valins viðskiptamanns.

Til að jafna færlsu handvirkt velur þú þá greiðslu sem á að, smellir á þrjá punktana og velur Jafna færslu.

Þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að velja úr þeim reikningum sem eru ójafnaðir og jafna út á móti valinni greiðslu.

Þá sést hér að komið er kenni á færsluna og þá er hægt að smella á Bóka jöfnun

Þá opnast nýr gluggi og smellt er á Í lagi.

Hér má sjá að jöfnun hefur tekist þar sem eftirstöðvar eru orðnar 0,00

Ferlið er eins á lánardrottnum nema þá er farið í lánardrottnalistann.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.