Uppsetning Rafræn VSK skil
Rafræn VSK skil sér um að senda VSK uppgjör rafrænt til rsk
Svo að rafræn vsk skil geti átt sér stað þarf að vera búið að setja upp kerfið og ná tengingu við rsk með veflykli sem úthlutaður er af skattinum.
Rafræn VSK skil - myndband
https://youtu.be/Lu-BovoqN6wRafræn VSK skil - leiðbeiningar
Byrjum á því að fara í tannhjólið uppi í hægra horninu og velja uppsetning með hjálp.
Smellir á Setja upp Rafræn VSK skil Wise
Þá opnast uppsetningahjálp sem leiðir þig í gegn um nokkur skref, í fyrsta glugga þarf að smella á Áfram
Næst þarf að setja inn kennitölu fyrirtækisins og smellir svo á Áfram
Þá er komið að því að setja inn númeraröðina fyrir VSK uppgjörið. Ef númeraröðin VSK er ekki til eins og hér fyrir neðan þá þarf að stofna hana með því að smella á Nýtt
Þá opnast nýr gluggi þar sem fyllt er inn í reitina Kóti og Lýsing, svo er smellt í reitinn Upphafsnúmer
Þá opnast nýr gluggi þar þarf að fylla inn í reitinn Upphafsdagsetning og Upphafsnúmer. Að því loknu má smella á Loka.
Þá þarf að haka í Sjálfgefin nr.röð og smellt á í lagi
Smellt á Áfram
Smellt á Ljúka
Þá þarf að tengja vsk númerið, það er gert með því að fara í leitina uppi í hægra horninu (flýtileið Alt+Q) og skrifa VSK nr í leitargluggann og smellir á VSK nr.
Þá er veflykilinn settur inn og smellt á Sækja VSK Númer
Ef samskipti hafa tekist kemur upp þessi gluggi, þar er smellt á í lagi
Þá er smellt á punktana þrjá . . . og Vörubókunarflokkar
Þá þarf að tengja VSK vörubókunarflokkana við VSK númerið það er gert með því að smella á niður örina og setja inn kóti 0, 100, 11 og 24.