Skip to main content
Skip table of contents

Stofna fyrirtæki í grunninum

Þegar áskrift hefst eru 2 fyrirtæki í grunninum. Eitt sem heitir það sama og fyrirtækið þitt og eitt sem heitir CRONUS IS.
Fyrirtækið með nafni þíns fyrirtækis inniheldur staðlaðan bókhaldslykil, bókunarstýringar, bókunarflokka og fleiri grunnstillingar nema óskað hafi verið eftir öðru.
CRONUS IS inniheldur tilbúin prófunargögn í öllum stöðluðum kerfishlutum og er því hægt að nota það fyrir prófanir.


Ef stofna á nýtt fyrirtæki er mælt með því að stofna fyrirtækið með aðferðinni sem er tilgreind hér að neðan, með notkun sniðmáts fyrirtækis Wise, en við það sparast mikill tími í uppsetningu gagna.

Til að stofna nýtt fyrirtæki er farið í leitina (ALT+Q) og ritað Fyrirtæki og þar valið Fyrirtæki.

Ef stofna á nýtt fyrirtæki er valið Nýtt – Stofna nýtt fyrirtæki.

Við það opnast nýr gluggi, Stofna nýtt fyrirtæki, þar sem er farið í gegnum uppsetningarleiðbeiningar með hjálp. Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem slegið er inn nafn fyrirtækisins og valin hvaða gögn skuli nota fyrir fyrirtækið. Hér er hægt að velja Grunngögn Wise þar sem grunngögn sniðmátsfyrirtækis Wise, svo sem bókhaldslykill, greiðsluhættir, bókunarstýringar og fleira, eru sett upp í fyrirtækinu.

Veljið Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem val er um hvort stjórna eigi notendum nýja fyrirtæksins, hvort bæta eigi við eða fjarlægja notendur úr nýja fyrirtækinu. Veljið Áfram.

Þá er uppsetningu fyrirtækisins lokið. Uppsetningin sjálf gæti tekið nokkrar mínútur, en fyrirtækið hefur verið stofnað og það er á lista yfir fyrirtæki. Þegar uppsetningu er lokið þá verður staða uppsetningar Completed.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.