Stofnun sölureiknings
Í hlutverkinu Viðskiptastjórnandi sem er sett upp sem sjálfgefið hlutverk í biðlaranum, er hnappur á aðgerðastikunni á forsíðunni sem vísar beint inn í autt sölureikningsspjald:
Ef þú ert með annað hlutverk valið fyrir þinn notanda þá getur þú farið í listann Sölureikningar og valið Nýtt í aðgerðastikunni. Við það opnast autt sölureikningsspjald.
Hér má sjá að reikningurinn hefur haus og línur. Í hausinn eru settar upplýsingarnar um viðskiptamanninn, bókunardagsetningu og fleira sem við kemur haus reiknings. Í línurnar eru síðan settar vörurnar sem verið er að selja ásamt magni, verði, afslætti línu og þess háttar.
Þegar búið er að setja reikninginn upp þá er hann bókaður með aðgerðinni Bóka (F9) í aðgerðastikunni.