Skip to main content
Skip table of contents

Uppáskriftakerfi

Uppáskriftarkerfi hefur það hlutverk að halda utan um alla reikninga frá lánardrottnum og rafræna samþykkt ábyrgðaraðila. Uppáskriftarkerfið er tengt við lánardrottnakerfi BC kerfisins.

Uppáskriftarkerfið gerir notendum kleift að koma öllum upplýsingum um reikninga sem fyrst inn í kerfið þrátt fyrir að þeir hafi ekki farið í gegnum það ferli að vera samþykktir og/eða bókaðir.

Hugmyndin með Uppáskriftarkerfinu er að halda utan um alla reikninga sem koma inn og geta rakið stöðu þeirra á hverjum tíma. Ferlið er í stórum dráttum þannig að þegar reikningur berst þá er hann skráður inn í kerfið og síðan sendur áfram til samþykktar í fyrirtækinu eftir því sem vinnureglur gera ráð fyrir.

Kaflaskipting uppáskriftarkerfis:

  • Uppsetning á uppáskriftargrunn - farið í gegn um uppsetningu sem þarf að vera lokið svo hægt sé að byrja nýta sér möguleika kerfisins.

  • Uppsetning á uppáskriftarnotendum - farið í gegn um uppsetningu á notendum í uppáskriftarkerfinu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.