Yfirferð bókhaldslykils
Ef verið er að bóka beint á bókhaldslykil sem er útfylltur með Alm. bókunartegund og fylgiskjalið er með tegund fylgiskjals = reikningur; til dæmis í gegnum færslubók eða í línu í sölu eða innkaupaskjali, þarf að passa að Alm. vörubókunarflokkur sé útfylltur á bókhaldslyklinum í þeim fyrirtækjum sem uppfærð voru. Það er vegna þess að nú eru nýjar reglur varðandi hvaða gildi þarf að uppfylla svo bókun geti átt sér stað.
Það veltur einnig á notkuninni á bókhaldslyklinum hvenær þarf að tilgreina hvað, ef verið er að bóka í færslubók þarftu annað hvort að vera með Alm. bókunartegund = Innkaup/Sala OG Alm. vörubókunarflokk útfylltan eða hvorugt.
Dæmi um bókhaldslykilinn Sala með VSK hér fyrir neðan. Alm. bókunartegund og VSK vörubókunarflokkur eru tilgreind eins og áður, en líkur eru á að Alm. vörubókunarflokkur sé ekki útfylltur. Hér þarf að velja réttan Alm. vörubókunarflokk.
Villuskilaboð - dæmi
Hér er dæmi um villuskilaboð sem koma upp ef ekki er farið yfir bókhaldslykilinn og reynt er að bóka beint á hann.