Velkomin

Við viljum byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin. Eftir uppfærslu verðið þið í nýjustu útgáfunni af Microsoft Dynamics 365 Business Central. Í þessu skjali förum við með ykkur yfir þau atriði sem vert er að hafa í huga fyrir og eftir uppfærslu/innleiðingu. Athugið að þetta skjal er ekki tæmandi listi, heldur ætlað til að spara ykkur sporin í ferlinu.

Eftir að búið er að yfirfara þau atriði sem koma fram í þessu skjali mælum við heilshugar með að lesa yfir skalið Velkomin í Business Central í Microsoft SaaS.

Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar þeim viðskiptavinum sem eru í Microsoft skýinu (Microsoft SaaS).