Skip to main content
Skip table of contents

Yfirferð bankasamskiptakerfis

Lykilorð notenda

Setja þarf inn lykilorð notenda inn í Bankasamskiptakerfi Wise. Leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:

https://youtu.be/0Ybc75fygpg

Lykilorð notenda - leiðbeiningar

Gott er að byrja á því að setja á sig hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise með því að fara í tannhjólið og mínar stillingar eða Alt+t.

Síðan er valið hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise, hægt er að breyta um hlutverk með því að smella á þrjá punktana og velja nýtt hlutverk.

Smellt er á uppsetning og síðan stillingar banka

Þá er valin sá banki sem aðilar eru með aðgang inn í og smellt á Notendur banka

Þá er hver notandi í Business Central settur inn tvisvar sinnum, fyrir hvern banka, þ.e. IOBS notandi og B2B notandi. Einnig þarf að setja inn notandanafn og lykilorð í bankann á báðum línunum.

Búnaðarskilríki

Setja þarf inn búnaðarskilríki fyrirtækis í bankasamskiptakerfið, leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:

https://youtu.be/13_0GaIPg04

Búnaðarskilríki - leiðbeiningar

Til að setja inn búnaðarskilríki í bankasamskiptakerfinu er gott að byrja á því að setja á sig hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise með því að fara í Mínar stillingar (Alt+t). Síðan er valið hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise, hægt er að breyta um hlutverk með því að smella á þrjá punktana og velja nýtt hlutverk.

Síðan er valið Uppsetning og Stillingar Wise Vefþjónustu.

Smellt er á þrjá punktana til að lesa inn skilríkið.

Valið að Lesa inn skilríki og Í lagi

Þá opnast nýr gluggi, sækja þarf skilríkið á tölvunni þar sem það er vistað og hlaða því inn.

Að því loknu kemur upp staðfesting á að Skilríkið er lesið inn og þar er smellt á Í lagi.

Þá þarf að setja inn lykilorð búnaðarskilríkisins.

Ef innlestur skilríkis hefur tekist koma upplýsingar um skilríki inn auk gildistíma.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.