Yfirferð bankasamskiptakerfis
Lykilorð notenda
Setja þarf inn lykilorð notenda inn í Bankasamskiptakerfi Wise. Leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:
https://youtu.be/0Ybc75fygpgLykilorð notenda - leiðbeiningar
Gott er að byrja á því að setja á sig hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise með því að fara í tannhjólið og mínar stillingar eða Alt+t.
Síðan er valið hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise, hægt er að breyta um hlutverk með því að smella á þrjá punktana og velja nýtt hlutverk.
Smellt er á uppsetning og síðan stillingar banka
Þá er valin sá banki sem aðilar eru með aðgang inn í og smellt á Notendur banka
Þá er hver notandi í Business Central settur inn tvisvar sinnum, fyrir hvern banka, þ.e. IOBS notandi og B2B notandi. Einnig þarf að setja inn notandanafn og lykilorð í bankann á báðum línunum.
Búnaðarskilríki
Setja þarf inn búnaðarskilríki fyrirtækis í bankasamskiptakerfið, leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:
https://youtu.be/13_0GaIPg04Búnaðarskilríki - leiðbeiningar
Til að setja inn búnaðarskilríki í bankasamskiptakerfinu er gott að byrja á því að setja á sig hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise með því að fara í Mínar stillingar (Alt+t). Síðan er valið hlutverkið Bankasamskiptakerfi Wise, hægt er að breyta um hlutverk með því að smella á þrjá punktana og velja nýtt hlutverk.
Síðan er valið Uppsetning og Stillingar Wise Vefþjónustu.
Smellt er á þrjá punktana til að lesa inn skilríkið.
Valið að Lesa inn skilríki og Í lagi
Þá opnast nýr gluggi, sækja þarf skilríkið á tölvunni þar sem það er vistað og hlaða því inn.
Að því loknu kemur upp staðfesting á að Skilríkið er lesið inn og þar er smellt á Í lagi.
Þá þarf að setja inn lykilorð búnaðarskilríkisins.
Ef innlestur skilríkis hefur tekist koma upplýsingar um skilríki inn auk gildistíma.