Yfirferð innheimtukerfisins
Lykilorð notenda
Setja þarf inn lykilorð notenda inn í Innheimtukerfi Wise. Leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:
https://youtu.be/eKqABmNDErYLykilorð notenda - leiðbeiningar
Byrjað er á að fara í leitina uppi í hægra horninu eða Alt+Q og ritað innheimtuaðilar, smellt er á innheimtuaðilar.

Næst er smellt á Vefþjónustur

Þá er valinn sá innheimtuaðili sem á við og smellt á Notendur

Setja inn heiti notanda í BC í reitinn Notandi, og svo þarf notandanafn og lykilorð inn í bankann.

Búnaðarskilríki
Setja þarf inn búnaðarskilríki fyrirtækis undir Uppsetning Wise Vefþjónustu í Innheimtukerfi Wise.
Leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan:
https://youtu.be/_ogiqLnp45oBúnaðarskilríki - leiðbeiningar
Byrjað er á að fara í leitina uppi í hægra horninu eða Alt+Q og ritað uppsetning wise, smellt er á Uppsetning Wise vefþjónustu.

Þá þarf búnaðarskilríkið að vera aðgengilegt á tölvu þess sem setur það upp, smellt er á þrjá punktana til að hlaða upp skilríkinu.

Hér er hakað í Hlaða inn skilríki og í lagi.

Þá opnast þessi gluggi, þar sem skilríkið er fundið á tölvunni og hlaðið upp.

Þegar búið er að hlaða upp skilríkinu kemur þessi gluggi og smellt er á Í lagi

Því næst þarf að setja inn lykilorð skilríkis

Ef búnaðarskilríki hefur verið hlaðið upp og allar tengingar virkar kemur sjálfkrafa inn gildístími skilríkis
