Tilgangur og hlutverk Skuldabréfakerfisins
Skuldabréfakerfið er verkfæri til að halda utan um útreikninga skuldabréfa. Kerfið meðhöndlar hinar ýmsu tegundir skuldabréfa, svo sem bréf í erlendri mynt, innlend verðtryggð eða óverðtryggð
Skuldabréfakerfið er einfalt í notkun og með einni aðgerð getur notandi kallað fram öll bréf sem eru komin á gjalddaga í hvert sinn. Þar sem útreikningar á afborgunum, vöxtum og verðbótum er oft á tíðum flókinn er mikilvægt að vandað sé til verka í uppsetningu á bréfum í upphafi. Hvort sem um er að ræða ný bréf eða eldri bréf sem eru skráð í kerfið á miðjum lánstíma.
Hugtakalisti | Skýring |
---|---|
Skuldabréf | Spjaldið í kerfinu sem er kallað Skuldabréf er notað til að halda utan um þau skuldabréf sem fyrirtækið skuldar. Á spjaldinu koma fram skilmálar skuldabréfsins, upplýsingar um greiðslu eða reikningsfærslu og eiganda skuldabréfsins. |
Eignabréf | Spjaldið Eignabréf heldur utan um þau skuldabréf sem fyrirtækið á. Þar er að finna sambærilegar upplýsingar og á Skuldabréfa spjaldinu. |
Ábyrgðir | Er sambærilegt hinum tveimur spjöldunum en er ætlað að halda utan um ábyrgðir sem tengjast skulda- og eignabréfum. |
Hlutverk kerfisins
Í hlutverki Skuldabréfakerfis eru allar aðgerðir kerfisins ásamt tengdum aðgerðum aðgengilegar á einum stað.
Í þessari handbók er gengið út frá því að hlutverkið Wise skuldabréf sé notað þegar unnið er í kerfinu. Allar aðgerðir eru þó líka aðgengilegar út frá valmynd BC kerfisins og út frá leit.
Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Wise skuldabréf en það er gert undir Mínar stillingar (Alt+T)
Hlutverkið skiptist í þrjú meginsvæði.
Efst er að finna aðgang í helstu aðgerðir. Þar fyrir neðan koma upplýsingakassar sem sýna fjölda bréfa í kerfinu, fjölda afborgana á næstu 7 dögum og fjölda óbókaðra afborgana sem eru komnar yfir gjalddaga. Þriðja svæðið er listi yfir næstu afborganir skulda og eignabréfa á tilteknu tímabili. Tímabilið er skilgreint í stofngögnum skuldabréfakerfisins.