Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Áður en hafist er handa við að skrá bréf í kerfið þarf að vera búið að fara í gegnum öll skref uppsetningar, s.s. stilla bókunarflokka skuldabréfa, bókunarflokka vaxta, gengi/vísitölur, vexti, verðbætur ofl. Sjá kaflann Uppsetning.

Skráning bréfa

Til að skrá skuldabréf í kerfið er farið í spjaldið Skuldabréf/Eignabréf en þar eru helstu upplýsingar bréfsins skráðar. Nr. skuldabréfs, eigandi bréfsins, nafnverð bréfsins og hvort um veðskuldabréf sé að ræða eða ekki. Skilmálar bréfsins eru skráðir í Skilmálar, skrá þarf greiðsluupplýsingar í Greiðslur. Í Reikningsfæra eru upplýsingar um bókunarflokka skuldabréfa og vaxta.


Stofna afborganir 

Þegar búið er að skrá forsendur bréfs er hægt að stofna afborganir. Á skuldabréfaspjaldinu, undir aðgerðinni Vinnsla er hnappur sem stofnar afborganir fyrir hvert bréf. Áður en bókaðar eru fyrstu afborganir er hægt að eyða út afborgunum, breyta forsendum og stofna þær aftur. Það er þó ekki hægt eftir að búið er að bóka fyrstu afborgun.


Færa upphafsstöðu 

Eftir að afborganir hafa verið stofnaðar fyrir bréfið er hægt að færa upphafsstöðu bréfsins. Á skuldabréfaspjaldinu, undir aðgerðinni Vinnsla er aðgerð sem myndar höfuðstólsfærslu fyrir bréfið inn í færslubók.


Bókun afborgana í fjárhag

Skráning á afborgun skuldabréfa í fjárhag er framkvæmd í gegnum Færslubók skuldabréfa sem hægt er að opna frá forsíðu Hlurverks skuldagbréfakerfis eða opna venjulega færslubók.
Til að bókun skili sér inn á skuldabréf þá þarf að virkja tvo sérstaka dálka í færslubókinni, það er gert með því að haka við Skuldabréf í haus færslubókarinnar. Reitirnir sem bætast þá við í færslubókina eru Bókunaraðferð og Nr. skuldabréfs.
Jafna þarf greiðslu við ákveðna afborgun, þegar það er framkvæmt þá sundurliðar kerfið greiðsluna eftir nafnverði, vöxtum, verðbótum o.fl. sem greiðslan skiptist í.
Við bókun færslubókar mynast færslur inn í fjárhag á þá lykla sem tengdir eru við bókunarflokka skuldabréfsins ásamt því að það myndast skuldabréfafærslur á bréfið sjálf.


Tímabilsaðgerðir

Í lok hvers mánaða eða í kringum uppgjör hjá fyrirætkjum, er aðgerðin Færa áfallna vexti keyrð. Þessi aðgerð reiknar áfallna vexti skuldabréfa og myndar færslur í færslubók sem notandi þarf að bóka handvirkt.

Aðgerðin Færa gengismun og verðbætur er einnig keyrð í lok hvers mánaðar eða í kringum uppgjör. Þessi aðgerð reiknar gengismun og verðbætur á lánasafninu. Niðurstöðum keyrslunnar er skilað inn í færslubók sem þarf að bóka handvirkt.


Bakfæra afborgun

Hafi verið gerð mistök við bókun afborgana þá er hægt að bakfæra afborangir út frá skuldabréfafærslu á bréfinu eða í út frá afborgunum á bréfinu. Færlur myndast í færslubók og bókast, val er um það í ferlinu hvort færslurnar bókast beint eða hvort færslur sitja í færslubók og notandinn bóki handvirkt.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.