Skip to main content
Skip table of contents

2.60 - CoreData útgáfulýsing

14.febrúar 2023

Í þessari útgáfu eru spennandi hlutir sem margir hafa verið að bíða eftir en fyrst langar okkur til að tæpa á nokkrum hlutum sem skipta máli í rekstrinum.

ISO27001 úttekt - Desember 2022

Í desember 2022 fórum við í gegnum úttekt á vegum BSI á Íslandi sem tók út öryggiskerfið okkar eða ISO27001. Það má með sanni segja að það hafi gengið vel því niðurstöður voru þær að 2 minni athugasemdir komu og 2 tækifæri til úrbóta.

Innbrotsprófanir - Janúar 2023

Innbrotsprófanir voru gerðar í janúar 2023 og voru þær framkvæmdar af fyrirtækinu NCC Group sem við höfum nú unnið með í 2 ár. Niðurstöður þessara prófana voru mjög góðar þar sem ekkert markvert kom fram. Því má á meðal annars þakka því gæðastarfi sem er innanhúss og öryggismeðvitund starfsmanna fyrirtækisins.

Lýsing á nýjungum í úgáfu 2.60:

Sniðmát sem erfa gögn úr verkefnum (e.dynamic templates)

Nú er hægt að útbúa sniðmát sem taka lýsigögn úr verkefni og fara inn í fyrirfram skilgreind svæði á word sniðmáti. Sniðmát þarf að skilgreina á ákveðinn hátt og við höfum útbúið 2 sniðmát sem við munum deila með þeim sem vilja nýta sér þennan möguleika.

Notandi velur sniðmát (sem skilgreint er sem dynamic template í CoreAdmin) og við það kemur upp skjámynd fyrir lýsigögn viðkomandi skjals (sjá almennar notendaleiðbeiningar og leiðbeiningar fyrir CoreAdmin).

Þetta er viðbót (e.extension) sem þarf að virkja fyrir hvern og einn.

Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð til að virkja þessa viðbót.

Rafrænar undirritanir

Bætt loggun á undirritunum í audit fyrir rekjanleika.

Hægt er að flýta fyrir við rafræna undirritun með því að setja sjálfgefið símanúmer við undirritun í stillingum notanda og bætt við villuprófun (e.data validation) á skráningu símanúmer. Hér er átt við undirritun sem gerð er beint á skjal í CoreData (ekki senda til undirritunar).

Lagfæring á undirritunum þ.a. þær yfirskrifi ekki hverja aðra þegar mikið er af undirritunum á sama skjali. Einnig er nú hægt að velja hvort undirritun er efst eða neðst á skjali.

Bættar leitarskorður fyrir rafrænar undirritanir

Nú er hægt að bæta við stóru leitina þannig að notandi geti fundið þau skjöl sem hafa verið send til undirritunar og eru ennþá í undirritunarferli. Hægt er að leita að dagsetningum skjala sem hafa verið send í undirritun og hvenær þau voru undirrituð. Einnig er hægt að leita að þeim skjölum sem eru með undirritun. Þetta gerir notendum kleift að ná betri yfirsýn yfir þau skjöl sem eru í undirritunarferli.

Bætt leit

Nú er hægt að leita í athugasemdum. Athugsemdir hafa sérstakt icon í listanum.

SSO (Single Sign on) viðbætur fyrir Azure AD

Nú er búið að bæta virkni við SSO þ.a. betri stuðningur er við Azure AD. Bætt notkun á SAML og skírteinum þ.a. uppfærsla á skírteinum í Azure AD eiga ekki að triggera breytingar CoreData megin. Viðbætur í CoreAdmin hlutanum og stillingar í Microsoft Azure AD skjalaðar fyrir kerfisstjóra til að setja upp má finna hér. Bætt meðhöndlun á loggun við SSO innskráningu fyrir betri rekjanleika. Stuðningur í CoreData disknum og Outlook plugin eru á síðustu metrum í prófunum og koma út á næstu vikum.

Forskoðun á skrám (e.preview)

Bætt villumeðhöndlun við forkoðun á stórum skrám. Áður voru að birtast villur í þeim tilfellum þegar skrár voru of stórar til að meðhöndla með forskoðun þó svo að ekkert væri að skjalinu, það þurfti bara að opna það til að sjá innihaldið. Nú koma sérstök villuskilaboð sem gefa til kynna að skráin sé stór og ekki hægt að útbúa forskoðun á skjalið.

Breyting á verkefnasniðmátum - skráning verkefna vegna skjalalykla

Ef skjalalyklar hafa verið settir á svæði og verkefni hefur ekki verið hægt að breyta þeim verkefnum eftir að lyklar eru settir á. Nú er búið að laga það við t..d við flutning á verkefnum á milli svæða þar sem skjalalyklar eru á því svæði sem verkefnið er flutt á eða öfugt. Eins þegar skjalasniðmát eru skilgreind að þá er hægt að breyta skráningu þeirra og taka af skráningu lykla á verkefnin.

Smærri lagfæringar og grunnbreytingar

 • Umsýsla skjalalykla í verkefnasniðmátum

 • Bættur stuðningur við flutning verkefna af svæðum með skilgreinda skjalalykla yfir á svæði sem ekki eru með skjalalykla

 • UI röðun á notendum á verkefnum eru eftir tegund notanda og síðan í stafrófsröð

 • Bætt villumeðhöndlun, hraði í aðgerðum og loggun í API lagi CoreData

 • Hraðavandamál lagfærð þegar verið er að fara niður í verkefni og möppur í disknum (CDD)

 • Bætt villumeðhöndlun í rafrænum undirritunum

 • Bætt vistun á skilríkjum í Signet Transfer samþættingu

 • Möguleiki að bæta við slóð á skjöl og verkefni þegar upplýsingar eru teknar út í excel til að vinna með

 • Uppfærslur á grunn kóðasafni fyrir öryggi

 • Innri þjónustur fluttar yfir á EKS úr eldra k8s

 • Bættar prófanir (e2e test, integration test) fyrir gæðaferli og sjálfvirkar prófanir á CoreData

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, endilega sendið okkur línu á þjónustuborðið: coredata@coredata.is

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.